Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 28
bogi taldi að bönn Dagsbrúnar hefðu komið í veg fyrir, að honum
væri afhentur korkur sá, sem hér um ræðir. Hann hélt því fram, að
þetta væri samúðarverkfall Dagsbrúnar til styrktar verkfalli Verka-
lýðs- og sjómannafélags Gerða- og Miðneshrepps. Taldi hann, að sam-
úðarverkfall þetta væri ólöglegt, þar sem ekki hefði af hálfu Dags-
brúnar við ákvörðun þess verið fylgt ákvæðum 2. kafla laga nr. 80/1938.
Hefði hvorki farið fram atkvæðágreiðsla samkv. 15. grein þeirra laga
né hefði verið tilkynnt um aðgerðina samkv. ákvæðum 16. greinar
sömu laga. Vegna stöðvunar á afgreiðslu korksins taldi Finnbogi sig
hafa orðið fyrir tjóni, og vildi hann koma fram refsi- og bótaábyrgð
á hendur Verkamannafélaginu Dagsbrún. Stefndi byggði sýknukröfu
sína á því, að ákvörðun Dagsbrúnar um framangreint afbreiðslubann
hefði að öllu leyti verið löglegt; afgreiðslubannið lyti ekki ákvæðum
2. kafla laga nr. 80/1938, því að það hefði verið annars eðlis en verk-
föll þau og vinnustöðvanir, sem um ræðir í lögunum. Hafi því hvorki
þurft að taka ákvörðun um það samkv. 15. grein né tilkynna það sam-
kvæmt 16. grein lág'anna.
1 dómi félagsdóms í máli þessu segir, að ákvörðun forráðamanna
Dagsbrúnar um afgreiðslubann á hendur stefnanda, tilkynning þeirra
til Skipaútgerðarinnar og bann Dagsbrúnar til félagsmanna sinna við
að afgreiða á nokkurn hátt Finnboga Guðmundsson eða hans menn,
hafi orðið þess valdandi, að hann fékk ekki afhentan ofangreindan kork
frá afgreiðslu Skipaútgerðarinnar. Hér hafi því í raun og veru verið
um vinnustöðvun af hálfu Dagsbrúnar að ræða gegn stefnanda. 1 dóm-
inum segir síðan orðrétt:
„Kemur þá til athugunar, hvort hún [vinnustöðvunin] falli undir
ákvæði 2. kafla laga nr. 80/1938. í þeim lögum er ekki skilgreint, hvað
felist í hugtökunum verkfall og vinnustöðvun. En samkvæmt almennri
málvenju og venjulegum skilningi verður að gera ráð fyrir, að undir
verkfall, sem eftir lögunum er ekki eins víðtækt og vinnustöðvun,
heyri það, er verklýðsfélag ákveður og veldur því, að félagsmenn þess
framkvæmi ekki venjuleg störf sín, í þeim tilgangi að knýja fram lausn
í kaupdeilu milli verkamanna og vinnuveitenda“. Samkvæmt þessu
var afgreiðslubannið talið ólögmætt gagnvart Finnboga Guðmundssyni,
þar sem samþykkt og tilkynning um það hefði ekki verið í samræmi
við lögin.
Sigurjón Ólafsson var ekki sammála meirihluta dómsins og lét frá
sér fara sératkvæði, sem hljóðar þannig: ,,Ég tel, að hér hafi ekki verið
um verkfall að ræða heldur afgreiðslubann (boycott), og með því að
lög nr. 80/1938 fjalla um verkföll en ekki boycott, þá heyrir mál þetta
198