Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 24
í beinu framhaldi af þessu tel ég rétt að ræða um þá atburði, sem
okkur eru öllum í fersku minni og sem gerðust síðastliðinn vetur, er
verkalýðsfélög stöðvuðu útflutning frá landinu. Það mun hafa verið
4. apríl s.l. vetur, að verkalýðsfélagið Dagsbrún, eða trúnaðarmanna-
ráð þess, samþykkti að lýsa yfir vinnustöðvun allra Dagsbrúnarmanna
á útskipun á öllum vörum til útflutnings frá og með 13. apríl sama
ár. Vinnustöðvun þessi var boðuð Vinnuveitendasambandi Islands,. með
bréfi 5. apríl 1978 „til að knýja á um gerð nýrra kjarasamninga“.
Var vísað til bréfs 27. febrúar, er kaupliðum kjarasamninga mun hafa
verið sagt upp. Hinn 27. apríl samþykkti svo trúnaðarmannaráðið
„að lýsa yfir vinnustöðvun við löndun úr olíuskipum, sem komu með
farm erlendis frá“ í 14 sólarhringa frá 11. maí 1978. Á fundi 16. maí
1978 var enn samþykkt að lýsa yfir vinnustöðvun við sama verk til
15. júní 1978; hvorttveggja var tilkynnt með bréfi án þess að ástæðu
væri getið.
Svo undarlegt sem það nú er, svöruðu vinnuveitendur þessu engu,
hvorki til að mótmæla lögmæti þessara ráðstafana né til að samþykkj a
það. Hér var ekki um neina vinnustöðvun eða verkfall að ræða, enginn
verkamaður lagði niður vinnu, hinsvegar neituðu hafnarverkamenn
að vinna að tilteknum störfum. I framkvæmd var þetta reyndar svo,
að útflytjendur báðu Dagsbrúarforystuna um leyfi til þess að fá að
skipa út útflutningsvörum, og voru þau leyfi í mörgum tilfellum veitt.
Hér áttu sér raunar stað stærri atburðir en menn almennt hafa gert
sér grein fyrir. Ljóst er, að öll venjuleg verkföll, í þeim venjulega
skilningi þess orðs, eru orðin óþörf, ef slíkar aðfarir, eins og þarna
var beitt, eru löglegar sem verkfall. Ef slíkar aðfarir, sem útflutnings-
og olíubannið, eru löglegar verkfallsaðgerðir, þarf aldrei framar neinn
verkamaður að leggja niður vinnu til þess að knýja á í kjaradeilu.
Forysta verkalýðsfélagsins athugar aðeins, hvaða verk muni koma
vinnuveitandanum verst að stöðvuð séu. Með því að stöðva þau, en
halda áfram vinnu að öðru leyti nást sömu áhrif og algjört verkfall
hefði haft.
Eins og ég hef áður rakið, tel ég, að til þess að verkfall geti talist
löglegt í skilningi laganna um stéttarfélög og vinnudeilur þurfi til-
tekinn hópur manna að leggja niður vinnu samkvæmt ákvörðun stétt-
arfélags í þeim tilgangi að vinna að framgangi krafna um kaup og kjör.
Vegna útflutningsbannsins og bannsins við uppskipun á olíu lagði eng-
inn maður niður vinnu. Vinna að þessum störfum var aðeins hluti af
störfum verkamanna. T.d. er starf við olíulöndun aðeins örlítið brot
af störfum þeirra manna, er að henni vinna. Mér virðist því alvég'
194