Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 23
um afgreiðslubann. Þess hefði þó þurft, ef ætlast hefði verið til, að þau settu reglur um framkvæmd þeirra. Ekki er heldur hægt að álykta, að ætlast hafi verið til, að reglur laganna um framkvæmd verkfalls skyldu og gilda um framkvæmd afgreiðslubanns. Áhrif afgreiðslubanns eru öll önnur en verkfalls, þar sem verkamenn leggja niður alla vinnu. (Leturbr. mín. V.J.). Það setur ekki í hættu verðmæti atvinnurekanda og verkamenn missa ekki atvinnu meðan á því stendur. Það liggja því ekki jöfn rök til að veita atvinnurekanda frest, né til að tryggja áhrif verkamanna við ákvörðun um afgreiðslubann og verkfall. — Lög nr. 80 frá 1938 breyta því engu um framkvæmd afgreiðslubanns. Verkalýðsfélögunum er því heimilt eins og áður að fyrirskipa bann við flutningum til atvinnurekanda, án þess að farið sé eftir reglum 2. kafla lagna nr. 80/1938 um framkvæmd þess . ..“. Þetta ákvæði er mjög athyglisvert. Afgreiðslubann er ennþá iðulega notað í verkföllum, sérstaklega að því er snertir afgreiðslu skipa. Það mun ennfremur vera þekkt í öðrum vestrænum ríkjum, og leyfi ég mér að vitna í því sambandi til þess, að iðulega hefur það átt sér stað, að verkalýðsfélög í einu landi hafa beðið verkalýðsfélag í öðru landi að hefta afgreiðslu skipa. Þetta þekkj- um við. Þessar samúðaraðgerðir get ég ekki séð, að falli undir 2 kafla laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Þar af leiðandi ætti ekki að miða slíkar samúðaraðgerðir sem hér eru kallaðar afgreiðslubann, við forms- atriði laganna. Nauðsyn afgreiðslubanns getur oft borið að með þeim hætti, að ekki er eðlilegt að gæta þurfi formsatriða 2. kafla laganna um stéttarfélög og vinnudeilur, til þess að það sé gilt. Þessu til skýr- ingar vil ég benda á hugsanlegt dæmi. Ef verkalýðsfélag í Grinda- vík stæði í verkfalli, sem beindist gegn atvinnurekendum á staðnum, gæti svo borið við, að einn þeirra kæmi með bíl fullan af útflutnings- vörum til Reykjavíkur og óskaði eftir, að vörurnar væru þar lestaðar um borð í skip. Eðlilegt væri, að Dagsbrún, eftir beiðni verkalýðsfé- lagsins í Grindavík, setti afgreiðslubann á þennan atvinnurekanda í Grindavík og bannaði, að félagsmenn Dagsbrúnar skipuðu vörunum út. Slíkt sem þetta getur borið svo bráðan að, að útilokað sé að boða slíkar aðgerðir með 7 sólarhringa fyrirvara, sem er sá tilkynningar- tími, sem ákveðinn er í 16. grein laganna. Það væri eðlilegt, að Dags- brúnarmenn stöðvuðu þennan útflutning, og alveg ljóst, að til þess að gera það þurfa þeir ekki að fara í verkfall. Þeir vinna sín skyldu- störf hjá vinnuveitandanum að öðru leyti en því, að þeir styðja annað verkalýðsfélag í baráttu þess, með því að annast ekki verk eða vinnu, sem snertir þá vinnuveitendur, sem verkfalli hefur verið beint að. 193

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.