Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Side 20

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Side 20
Vilhjálmur Jónsson forstjóri: LÖGMÆTI VERKFALLSAÐGERÐA Mér hefur verið falið að hafa hér framsögu um það, sem stjórn Lögfræðingafélagsins hefur nefnt: „Hvar eru mörkin milli lögmætra og ólögmætra verkfallsaðgerða skv. öðrum kafla laga nr. 80/1938?“. Að sjálfsögðu eru það óteljandi tilvik, sem leitt geta til þess, að verk- gallsaðgerðir verði ólögmætar. Ég mun reyna að takmarka mái mitt hér við fá atriði, sem ég tel helst geti komið fyrir í hinu daglega lífi, þ.e.a.s. þau sem ég tel vera praktískust. 14. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur hljóðar svo: „Heimilt er stéttarfélögum, félögum atvinnurekenda og einstökum atvinnurek- endum að gera verkföll og verkbönn í þeim tilgangi að vinna að fram- gangi krafna sinna í vinnudeilum og til verndar rétti sínum samkvæmt lögum þessum með þeim skilyrðum og takmörkunum einum sem sett eru í lögum“. 1 þessari grein er að finna aðalákvæði laganna um verk- föll, eða réttara sagt þau ákvæði sem verkföll stéttarfélaga byggjast á. 1 upphafi greinarinnar segir: „Heimilt er stéttarfélögum“ og svo framvegis. Af þessu virðist mega draga þá ályktun, að tilteknir hóp- ar, sem ekki eru stéttarfélög, geti ekki gert löglegt verkfall, — það þurfi að vera skipulagt stéttarfélag, sem stendur að verkfallinu, til þess að það geti verið löglegt. Þá er svo ákveðið í greininni, að verk- fall sé heimilt í þeim tilgangi að vinna að framgangi krafna í vinnu- deilum. Ekki mun á því leika vafi, að með vinnudeilu er bæði hér og almennt átt við deilu um kaup og kjör. Verkfall er því heimilt í þeim tilgangi að vinna að framgangi krafna, sem gerðar eru um kaup og kjör. Af þessu virðist einnig mega draga þá ályktun, að t.d. pólitískar kröf- ur, sem ekki snerta kaup og kjör, mynda ekki grundvöll til verkfalls. Slíkt verkfall, sem stofnað væri til til þess að ná fram pólitískum kröf- um, væri samkvæmt þessu ólöglegt. í 17. gr. laganna eru raunar tekin 190

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.