Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Síða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Síða 42
e) Sett verði lagaákvæði um rétt sakbornings, til að neita að tjá sig um sakarefni, nema að verjanda viðstöddum, og að rannsóknaraðilum sé skylt að kynna sakborningi þennan rétt hans. Það er samdóma álit stjórnar L.M.F.Í., að sú breyting sem varð á rannsókn og meðferð opinberra mála við stofnun rannsóknarlögreglu ríkisins hafi verið til bóta, en því miður jafnframt haft í för með sér verulega skerðingu á réttar- stöðu sakborninga og verjenda þeirra frá því sem áður var. Rannsóknarvaldið lýtur nú fyrirmælum ríkissaksóknara, sbr. 32. gr. laga um meðferð opinberra mála og öll frumrannsókn er nú í höndum rannsóknarlögreglu ríkisins, þar sém dómari kemur hvergi nærri, nema rannsóknaraðilar óski atbeina hans í einstök- um afmörkuðum tilvikum, svo sem til gæsluvarðhaldsúrskurðar, leitar, eða halds á munum. Heimildir sakbornings og verjanda til að fyigjast með rann- sókninni og kynna sér sakargögn meðan á rannsókn stendur eru svo takmark- aðar, að þær eru í raun nánast engar og undir geðþóttaákvörðun rannsóknar- manna komið, hvað sakborningur og verjandi fá að vita um sakargögn og gang rannsóknarinnar þar til rannsókn er lokið, ákæra hefur verið gefin út og málið er komið í hendur dómara. Þar sem frumrannsókn hjá rannsóknarlögreglu er nú ætlað að vera grund- völlur málshöfðunar á hendur sakborningi án þess að til sakadómsrannsóknar komi, nema í undantekningartilvikum og lögregluskýrslur höfuðsönnunargögn í sakarmálum, er augljóst að tryggja verður réttarhagsmuni sakbornings strax á frumrannsóknarstigi málsins. Meðan rannsóknarvaldið var f höndum Sakadóms var það sakborningi nokk- ur vernd, að dómarar stjórnuðu rannsókn og meðferð mála og gættu að nokkru í raun hagsmuna sakbornings gagnvart lögreglu og ákæruvaldi. Þessu er nú ekki lengur til að dreifa og málum þannig háttað, að rann- sóknarhagsmunir sitja í fyrirrúmi en mannréttindi og réttarhagsmunir sak- bornings eru bornir fyrir borð. Réttarfarsákvæði frændþjóða okkar á Norðurlöndum, ályktanir Mannrétt- indanefndar Evrópuráðsins í þessum efnum og þróun mála í lýðfrjálsum ríkj- um hefur öll gengið í þá átt að tryggja mun betur en hér tíðkast mannréttindi grunaðra manna og sakaðra. Er það sérstakt áhyggjuefni, hversu illa er búið að réttarhagsmunum sakborninga hérlendis miðað við grannþjóðirnar, einkum með hliðsjón af þeirri víðtæku beitingu gæsluvarðhalds, sem hér á sér stað og veldur óþolandi öryggisleysi fyrir fólk. Stjórn L.M.F.Í. telur að við núverandi ástand verði ekki unað og sé íslandi sem réttarríki til vansæmdar. Stjórnin væntir þess, að ráðuneytið sjái sér fært að taka mál þessi til gagn- gerrar endurskoðunar hið allra fyrsta og er reiðubúin til samstarfs og sam- vinnu í því efni. í stjórn Lögmannafélags íslands: Guðjón Steingrímsson hrl., formaður, Hákon Árnason hrl., varaformaður, Skarphéðinn Þórisson hdl., gjaldkeri, Stefán Pálsson hdl., ritari og Jón E. Ragnarsson hrl., meðstjórnandi. 212

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.