Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 19
vinnuverkföll er reyndar komin all nokkur hefði hér á landi. Sama er að sega um útflutnings- og innflutningsverkföll. Slík verkföll bein- ast að ákveðnum verkþáttum eða viðfangsefnum hjá einum eða fleiri atvinnurekendum, og get ég ekki séð, að slík verkföll stríði að einu eða neinu leyti gegn þeim reglum um framkvæmd verkfalla, sem al- mennt eru viðurkenndar. Verkföll á hafnarsvæðum hafa jafnan þótt árangursrík bæði hér og erlendis, og lagalega virðist verkfallsboðandi hafa rétt til að láta verkfallið ná aðeins til hluta þeirrar stai'fsemi, sem þar fer fram. Að vísu hef ég heyrt þau rök, að um útflutnings- bönn gegni öðru máli, þar sem þau þurfi ekki að hafa í för með sér raunverulega vinnustöðvun, þ.e. að starfsmenn geti jafnvel unnið full- an vinnudag hjá viðkomandi atvinnurekanda, aðeins ef þeir starfa ekki við lestun skipa. Ég held, að þessi röksemd sé á misskilningi byggð. Atvinnurekend- ur hafa það vald að geta stjórnað vinnunni í öllum aðalatriðum. Þótt þeir geti notfært sér starfskrafta starfsmanna sinna við önnur störf en þau sem verkfall beinist að, vegna þess að þeim er það heimilt, breytir það ekki rétti stéttarfélagsins til að boða vinnustöðvun á ákveðinn verkþátt í starfsemi á vinnustað. Atvinnurekandi, sem verð- ur fyrir svæðisbundnu eða takmörkuðu verkfalli, getur að öllu öðru leyti haldið starfsemi sinni gangandi og gerir það, ef hann telur sér hag í því. Ella er honum opin leið að boða verkbann á þá þætti. 189

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.