Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 7

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 7
sumarvinna fékkst, og fólk hafði betri fjárráð en verið hafði, meðan við vorum yngri og kreppan gekk yfir. Nutum við góðra samvista innan árgangsins, vetur og sumar, þessi ár. Minnist ég m.a. ferða með Jóni víða um landið, t.d. eitt vorið, þegar við þrír, Jón Emils, Thor Vilhjálmsson og sá, sem þetta ritar, réðumst í það fyrirtæki að fara með Laxfossi upp í Borgarnes og hjóla þaðan upp að Hreðavatni með tjald til helgardvalar. Lítið er um slík ferðalög í dag. Það skyggði þó á, að erfitt var um frekara nám, eftir að skólagöngu lauk í Menntaskólanum, þar sem flestar leiðir utanlands voru lokaðar vegna styrj- aldarinnar nema Ameríka. Við lukum skólagöngu morguninn fyrir lýðveldis- tökuna og fórum, glaðvær hópur með hvíta kolla, til að standa f rigningunoi austur á Þingvöllum síðar um daginn. Ekki var möguleiki fyrir Jón til skóla- göngu utanlands, hugsanlega í kjörgreinum hans. Hann fór því um hanstið í Háskóla íslands og innritaðist í læknadeild. Allan þann vetur las hann efna- fræði og anatómíu, en hætti síðan námi við læknadeildina og fór í la',adeild. Var hann þar kominn í góða höfn, enda átti lögfræðin vel við hann. Enn bar mjög mikið á Jóni í félagslífinu í Háskólanum. Það var að vísu ekki neitt sér- lega mikið, nema helst fyrir þá, sem voru í stjórnmálum. Fór Jón fljótle^a í stúdentaráð sem fulltrúi Alþýðuflokksmanna í Háskólanum og vann þar tals- vert starf. Hann var Garðbúi öll sín háskólaár og hann eignaðist þar marga félaga og tók talsvert þátt í því félagslífi, sem þar blómnaðist. Jón reyndist hafa mikinn áhuga á laganámi og sótti tíma vel. Hafði Ólafur Lárusson trú á Jóni. Var Ólafur sá prófessoranna, að öðrum ólöstuðum, sem kallaði á rresta respekt, enda var hann þá elstur þeirra og viðurkenndur fræðimaður. Tel éq, að Ólafur hafi talið Jón efnilegan lögmann, sem hann og reyndist. Það fór svo, að við Jón þreyttum tveir einir saman kandidatspróf í lögfræði í janúar 1951. Áttum við mikil samskipti í próflestri árið 1950. Vissi ég manna þest, hve Jón var vel undir prófið búinn, enda fór svo, að hann náði glæsilegum árangri. Síðan skildust leiðir okkar að mestu. Jón fór að námi loknu í ýmis félans- málastörf, málfærslu og seinna fulltrúastarf hjá yfirborgarfóqeta. Létu lög- menn vel að starfi hans þar. Hann varð hæstaréttarlögmaður 1967. Hann átti talsvert við fræðistörf á seinni árum og var vel að sér ( mörgum areinum lögfræðinnar, þ. á m. skaðaþótarétti. Fékk hann styrk frá Vísindasjóði til rit- starfa um fébótaábyrgð hins opinbera. Þá skrifaði hann regluleaa í Albýðu- blaðið um lögfræði fyrir almenning. Auk þess skrifaði hann löafræðileoar greinar m.a. í Úlfljót. Stjórnmálaafskipti hans héldu áfram innan Alþýðuflokks- ins, þó að ekki bæri mikið á honum. Hann varð tæplega 56 ára, sem þó er ekki talinn mikill aldur nú til dags. Góður félagi er genginn. Jón kvæntist árið 1968 Jóhönnu Hrafnfjörð Ijósmóður, en þau slitu sam- vistum. Samferðafólk í Menntaskóla og Háskóla svo og lögfræðingar eiga hlýjar minningar um Jón P. Emils. Tjái ég ættingjum og öðrum, er stóðu honum næst, dýpstu samúðarkveðjur. Björn Tryggvason. 177

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.