Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Side 26

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Side 26
hélt verkalýðsfélagið því fram, að ákvörðunin um afgreiðslubann hefði í þessu tilviki uppfyllt skilyrði samkv. 15. grein laga nr. 80/1938. Hefði hún verið samþykkt af 9 mönnum af 11 í trúnaðarmamiaráði Dagsbrúnar á fundi, sem þeir hafi allir verið boðaðir á. Hinsvegar geti ákvæði 16. greinar sömu laga um 7 daga frest alls ekki átt hér við. Loks mótmælti félagið því, að það hefði á nokkurn hátt orðið skaðabótaskylt gagnvart stefnanda, enda hefði hann ekki orðið fyrir neinu tjóni vegna afgreiðslubannsins. Niðurstaða dómsins varð sú, að afgreiðslubann það, sem um ræðir í málinu, hefði verið með þeim hætti, að því verði að jafna til sam- úðarverkfalls. Þess vegna hefði verkalýðsfélaginu borið að taka á- kvörðun um það samkv. ákvæðum 15. greinar laganna og tilkynna stefnanda með þeim fresti, sem greinir í 16. grein sömu laga. Dómur- inn kemst að þeirri niðurstöðu, að ákvörðunin um afgreiðslubannið hafi verið réttilega tekin, en hinsvegar hafi verkalýðsfélagið með því að tilkynna stefnanda ekki með fyrirvara, sem um ræðir í 16. grein, gerst brotlegt við ákvæði þeirrar greinar. Á þeim grundvelli er verka- lýðsfélagið síðan dæmt í 900 kr. sekt til ríkissjóðs, dæmt skaðabóta- skylt gagnvai’t H.f. Shell á Islandi og gert að greiða málskostnað. í máli þessu átti stéttarfélag, þ.e.a.s. Flugvirkjafélag Islands, í vinnudeilu við flugfélögin og stóð í verkfalli. Verkalýðsfélagið Dags- brún stóð hinsvegar ekki í neinu verkfalli, en varð við beiðni Alþýðu- sambands Islands um að framkvæma sérstakar samúðarráðstafanir, þ e.a.s. stöðva vissa vinnu í þágu flugfélaganna, sem áttu í verkfalls- deilunni við Flugvirkjafélag Islands. Það er því engum vafa undir- orpið að þessum dómi verður á engan hátt jafnað til þeirra atburða, sem áður er lýst og áttu sér stað hér síðastliðinn vetur og vor, þégar stöðvuð var vinna við útflutning og löndun olíu. Útflutnings- og olíu- bannið áttu að heita beinar verkfallsaðgerðir, en voru ekki gerðar sem afgreiðslubann eða samúðaraðgerðir vegna vinnustöðvunar.Þessi dómur getur því engan veginn verið notaður sem stuðningur við lögmæti að- gerðanna í vor. Hitt er annað mál, að þessum dómi fylgir sératkvæði Ragnars Ólafssonar hrl., sem ég rakti hér á undan. í þessu sératkvæði rökstyður hann, að um hafi verið að ræða afgreiðslubann, sem ekki þurfi að hlíta sömu tilkynningarskyldu og venjulegar verkfallsaðgerðir samkv. 16. gr. laganna. Ég ítreka þá setningu hjá Ragnari Ólafssyni sem segir: „Áhrif afgreiðslubanns eru öll önnur en verkfalls, þar sem verkfallsmenn leggja niður alla vinnu“. Dómur í máli félagsdóms nr. 2/1950 (Féld. III 95) snýst um ná- kvæmlega sama efni og mál nr. 1/1950, aðeins er þar um að ræða, að 196

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.