Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 10
vinnulöggjöfin og takmarkanir verkfallsréttar í henni eigi aðeins vlð um kjaradeiluna í þrengri merkingu, en skerði ekki hugsanlegan verk- fallsrétt í öðrum hagsmunamálum. I þessum löndum er því m.a. talið að stéttarfélögin hafi heimild til þess að efna til svokallaðra pólitískra verkfalla gegn stjórnvöldum útaf þjóðfélagsmálum sem snerta ekki ákvæði kjarasamnings. 1 báðum þessum löndum er sá skilningur ríkj- andi, að stéttarfélögin geti með verkfalli barist fyrir hagsmunamálum meðlima sinna öðrum en þeim, sem um er samið í kjarasamningi, t.d. ef atvinnurekandi greiðir ekki laun, vinnustaður er hættulegur starfs- fólki o. fl. 1 Danmörku, þar sem ekki er byggt á vinnulöggjöf held- ur á samkomulagi aðila, hafa pólitísk verkföll á gildistíma kjara- samninga alltaf verið bönnuð. Hins vegar er samið um það, að verk- fallsrétturinn nái til hagsmunamála utan kjarasamninga, t.d. vegna vangreiddra launa eða hættulegra aðstæðna á vinnustað. í öllum þess- um löndum er að auki gert ráð fyrir því, að verkfall til stuðnings verkfallsaðgerðum erlendis komi til greina í vissum tilfellum. Það er með öll framangreind atriði í huga, sem okkur ber að skoða okkar eigin vinnulöggjöf, og ég er þeirrar skoðunar, að okkur hætti til að telja verkfallsrétt hér á landi takmarkaðri en hann er lögum samkv. Skal nú könnuð verkfallsheimildin í vinnulöggjöfinni. 1 14. gr. 1. nr. 80/1938 segir svo: „Heimilt er stéttarfélögum, félög- um atvinnurekenda og einstökum atvinnurekendum að gera verkföll og verkbönn í þeim tilgangi að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum og til verndar rétti sínum samkvæmt lögum þessum, með þeim skilyrðum og takmörkunum einum, sem sett eru í lögum.“ Arnmundur Backman lauk laoaprófi 1970. Eft- ir framhaldsnám í vinnurétti réðst hann til fulltrúastarfa í sjávarútveqsráðuneytinu árið 1971, þar sem hann starfaði til 1977. Síðan hefur hann rekið löqmannsstofu í Reykiavík. — Á málþingi löqfræðingafélaqsins um vinnulög- gjöf og verkföll, sem haldið var að Fólkvangi á Kialarnesi 30. september s.l., ræddu Arn- mundur og Vilhjálmur Jónsson forstjóri um mörk lögmætra og ólögmætra verkfallsaðqerða eftir II. kafla laga nr. 80/1938. Bæði erindin eru birt í þessu hefti svo og erindi Jóns Sig- urðssonar framkvæmdastj. um verkföll og lög. Aðrir framsögumenn voru Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl og Sigurður Líndal prófessor. Erindi þeirra verða væntanlega birt á næstunni. 180

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.