Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Qupperneq 5

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Qupperneq 5
GUNNAR ÞORSTEINSSON Gunnar Þorsteinn Þorsteinsson var fæddur í Reykjavík 28. september 1903, sonur hjónanna Þorsteins Þorsteinssonar skipstjóra og Guðrún- ar Brynjólfsdóttur, sem lengst af áttu heima í Þórshamri í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi 1925 og lagaprófi 1929, en að því loknu fór hann til Englands og stundaði framhaldsnám [ Lun- dúnaháskóla um skeið. Er heim kom, gerðist hann framkvæmdastjóri Fiskveiðihlutafélags íslands, en fyrirtækið hætti störfum um það bil að ári liðnu. Árið 1931 gerðist hann fulltrúi á málflutningsskrifstofu Jóns Ásbjörnssonar og Sveinbjörns Jónssonar, sem þá og lengi síðan var einhver traustasta og virtasta lögfræðiskrif- stofa landsins. Árið 1937 varð hann hæstarétt- arlögmaður (málflutningsmaður), og 1945 keypti hann hlut Jóns Ásbjörnssonar í skrifstofunni, er Jón var skipaður hæstaréttar- dómari. Þeir Sveinbjörn og Gunnar ráku síðan skrifstofuna saman um margra ára skeið, að því undanskildu, að frá 1. ágúst 1949 til 1. ágúst 1950 var Gunn- ar bæjarfógeti í Vestmannaeyjum. Árið 1965 ákvað Gunnar að hætta lögfræði- störfum vegna heilsubrests og flutti til Danmerkur og bjó þar í sjö ár. Hann fluttist aftur heim til Reykjavíkur 1972 og dvaldi þar eftir það og átti jafnan við vanheilsu að stríða. Hann andaðist á Landspítalanum 18. nóvember sl. eftir stutta legu. Gunnar Þorsteinsson var þríkvæntur, og átti tvö börn með fyrstu konunni, Jónu Mörtu Guðmundsdóttur. Þau eru: Hrafnhildur, lögfræðingur, búsett í Dan- mörku, og Þorsteinn arkitekt og leikari í Reykjavík. Önnur kona Gunnars var Ágústa Þórðardóttir. i þriðja sinn kvæntist hann Þóru Havsteen. Gunnar var glæsimenni í sjón og ákveðinn í framkomu, en viðmótið hlýtt og brá oft fyrir sig gamanyrðum í viðtali. Hann var sonur efnaðra foreldra og varð sjálfur vel efnum búinn, en gætti jafnan hófs í öllum háttum; óþarfa eyðslusemi og óhóf var honum mjög fjarri skapi. Hann stundaði talsvert íþróttir, meðan heilsan leyfði. Er hann dvaldist í Vestmannaeyjum, fór hann oft i sund og sólböð, og það var venja hans, þegar veður var sæmilegt, að byrja daginn á löngum gönguferðum, áður en vinnutími hæfist. Hann var mikill starfsmaður og lagði sig fram um, að öll þau verkefni, sem að höndum bárust eða fyrir lágu, hlytu hraða og örugga afgreiðslu, eftir því sem kostur var á. Kom þetta sér vel, er hann starfaði í Vestmannaeyjum, enda leysti hann þar af hendi mikið og gott starf í þágu embættisins. Hlaut hann þar líka hylli og vináttu margra manna, sem minntust hans með virðingu og þakklæti. Freymóður Þorsteinsson. 175

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.