Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 15
Auðvitað er erfitt að hugsa sér lögbrot stjórnvalds í þessu sam- bandi. En fræðilega má hugsa sér brot á stjórnarskrá eða ýmsum þeim lagareglum, sem sníða stjórnarathöfnum stakk. En það er hægt að hugsa sér ýmis þau tilvik, að stjórnvald fram- kvæmi ekki það, sem því ber lögum samkvæmt. Lög hafa t.d. að geyma ákvæði þess efnis, að fyrir ákveðinn dag skuli sett reglugerð um mál, en slíkt er ekki gert. 1 siglingalögum stæði t.d., að upphæð slysabóta til sjómanna skuli endurskoða með tilliti til verðlags sex mánuðum eftir gildistöku laganna og breytingin auglýst, en þetta er ekki gert. Eða eins og ég hef stundum nefnt sem dæmi, að opinbert fiskverð skal ákveða skv. lögum fyrir ákveðinn tíma nokkrum sinnum á ári. Oft kemur það þó fyrir, að ákvörðun fiskverðs dregst úr hömlu, og stundum svo, að sjómenn hafa búið vikurn saman við nýja verðið án þess að vita hvað það verður. 1 slíkum tilfellum hafa sjómenn siglt í land oftar en einu sinni og enginn véfengir rétt þeirra til þess. Á túlkun þessarar lagágreinar hefur ekki reynt hér á landi, svo að mér sé kunnugt um. En ég hallast m.ö.o. að því, að í þessu tilfelli sé íslenskur verkfallsréttur rýmri en almennt er álitið. Hér hafa verið talin upp þau ákvæði vinnulöggjafarinnar, sem beint eða óbeint banna eða takmarka beitingu verkfalls. 1 öllum aðalatriðum snerta þau bönn eða takmarkanir kjaradeilur. En verkfallsréttur nær eins og áður segir einnig til þess að vernda rétt skv. vinnulöggjöfinni sbr. 14. gr. hennar. Hvað verkfallsréttur þessi felur í sér er óljóst. En hann er þó ein- göngu bundinn hagsmunum stéttarfélags sem heildar, réttindum þess sem lögformlegs samningsaðila fyrir meðlimi sína. Þannig er það löngu viðurkennt, að stéttarfélag má beita verkfalli til að öðlast viður- kenningu atvinnurekandans, enda eiga menn rétt á að stofna stéttar- félög eða stéttarfélagasambönd til að vinna að hagsmunamálum verka- lýðsstéttarinnar skv. 1. gr. vinnulöggjafarinnar. Einnig er viðurkennt að verkfalli megi beita til að ná forgangsrétti til vinnu á ákveðnu samningssvæði. Þá er einnig almennt viðurkennt, hér eins og í ná- grannalöndunum, að stéttarfélög megi beita verkfalli gegn atvinnu- rekanda, sem ekki greiðir starfsmönnum sínum launin á réttum tíma. Rökin eru þau, að það sé forsenda kjarasamnings, að atvinnurekandi greiði þau laun og veiti þau kjör, sem samið var um. Bresti þessi for- senda, sé ekki hægt að gera til þess kröfu, að stéttarfélagið efni kjara- samninginn að sínu leyti, og það sé beint hagsmunamál stéttarfélags- ins að berjast fyrir því, að eftir kjarasamningi sé farið að þessu leyti. 185

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.