Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Side 35

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Side 35
sónulegt frelsi hvers og eins launþega skerðist við tilkomu hins félags- lega verkfallsréttar, þótt að vísu ýmislegt annað vinnist. Verkfallsréttur félagasamtaka eins og hann er staðfestur í löggjöf er með þessum hætti ekki eiginlegur réttur, heldur sjálfgefin afleiðing af einkarétti launþegasamtakanna til að selja vinnu. Þegar litið er til upphafs verkfallasögunnar, liggur á hinn bóginn beint við að greina verkfallsréttinn sem neyðarrétt. Sé verkfallsrétt- ur skoðaður í ljósi almennra reglna neyðarréttarins, ætti að vera heimilt að beita honum með þeim hætti, að hverju sinni væri minni hagsmunum fórnað fyrir aðra meiri. Hér er aftur komið að hinu sögu- lega upphafi verkfallsbeitingar. 1 upphafi skipulegrar verkalýðsbar- áttu var verkföllum beitt til að knýja fram samningsréttinn, — rétt- inn til að setjast við sama borð og atvinnurekandinn og semja við hann um lágmarkskjör, sem starfsfólkið nyti. Hér var sóst eftir rétti, sem ekki verður metinn til fjár, heldur verður að teljast til almennra mann- réttinda. Því var á þessum tíma vafalaust verið að fórna minni hags- unum fyrir meiri og almennum neyðarréttarskilyrðum þannig fullnægt. Á síðari stigum í þróun verkalýðsbaráttu hafa ýmsar kröfur um grundvallarréttindi komið fram, sem má fella undir þessa skýrgreiningu, t.d. á sviði örýggismála, atvinnuleysistrygginga o.fl. atriða innan vinnu- réttarins. Sama máli verður að teljast gegna um kaupkröfur marga áratugi framan af sögu hinnar skipulegu verkalýðsbaráttu. Sé saga verkfalla hina síðustu áratugi hins vegar skoðuð í ljósi neyðarréttar- hugtaksins, vakna efasemdir um, að hin gullna regla hans sé haldin. Þetta á við, þegar smáir hópar stöðva heilar atvinnugi'einar til að knýja fram kjör sín. Þetta á raunar við almennt, þegar verkfallsrétt- inum er beitt við núverandi þjóðfélagsaðstæður til að öðlast hags- muni/fjármuni, sem reiknaðir verða í krónum og aurum. Við þær að- stæður má draga í efa, að þeir hagsmunir, sem barist er fyrir, séu nokkurn tíma svo miklir, að þeir verði til lengri tíma litið fyrir verk- fallsmenn eða þjóðfélagið í heild meiri en þeir hagsmunir, sem fólgnir eru í að halda atvinnustarfsemi gangandi. Þegar svo því stigi er náð, sem við höfum upplifað oft á liðnum árum, að verkföll eru háð eða þeim hótað til að sækja fjármuni, sem ekki eru til í öllum þorra fyrirtækjanna, sem við er samið, þá er tvímæla- laust komið út fyrir það svið, sem hugmyndafræði lögfræðinnar getur viðurkennt sem neyðarrétt. Þar með höfum við í þessari umræðu í reynd yfirgefið lögfræðina. Hinn þjóðfélagslegi veruleiki rúmast ekki innan ramma þeirra meg- inreglna réttarríkisins, sem lögfræðin fæst við. 205

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.