Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 14
til að styðja kröfu annarra, aðgerð til þess ætluð að bæta kjör annarra
en þeirra sem til þess boða.
Heimildina til samúðarverkfalla er með gagnályktun að finna í 17.
gr. vinnulöggjafarinnar, 3. tölulið. Þar segir, að óheimilt sé að hefja
vinnustöðvun til styrktar félagi, sem hafið hefur ólögmæta vinnu-
stöðvun. Það þýðir m.ö.o.: Ef aðalverkfall er lögmætt, er heimilt að
hefja vinnustöðvun til styrktar því. Ekki eru gerðar aðrar kröfur til
aðalverkfallsins en þær, að það sé löglegt. Þess er hvorki krafíst að
það sé virkt, útbreitt né árangursríkt.
Samúðarverkföll verður hins vegar að boða með sama hætti og önnur
verkföll. Ákvörðun um þau skal taka samkvæmt forskrift 15. gr. vinnu-
löggjafarinnar og með 7 sólarhringa fyrirvara skv. 16. gr. Um fram-
kvæmd samúðarverkfalls gilda að öðru leyti sömu réglur og um önnur
verkföll.
Pólitísk verkföll
Áður var minnst á pólitísk verkföll í nágrannalöndum okkai', þ.e.a.s.
verkföll gegn stjórnvöldum vegna annarra atriða en þeirra sem lúta
að kaupi og kjörum. 1 Noregi og Svíþjóð eru verkföll þessi talin lög-
leg eins og áður segir, vegna þess að þau eru ekki beint bönnuð í
vinnulöggjöf þeirra, sem lögbindur eingöngu kjaradeilur.
Með þetta í huga ber okkur því að líta vandlega til ákvæðis 2. tl.
17. gr. vinnulöggjafarinnar okkar. Þar segir: „Óheimilt er að hefja
vinnustöðvun, ef tilgangur hennar er að þvinga stjórnvöldin til að
framkvæma athafnir, sem þeim lögum samkvæmt ekki ber að fram-
kvæma, eða framkvæma ekki athafnir, sem þeim lögum samkvæmt
er skylt að framkvæma, enda sé ekki um að ræða athafnir, þar sem
stjórnvöld eru aðili sem atvinnurekandi.“
Þetta ákvæði snertir beint pólitísk verkföll, og merking þess sam-
kvæmt orðanna hljóðan virðist sú að banna pólitísk verkföll, að svo
miklu leyti sem þau eru til þess ætluð að koma í veg fyrir, að stjórn-
völd framfylgi lögum í landinu eða geri eitthvað, sem þeim er ekki
skylt að gera lögum samkvæmt. Stj örnvald verður því ekki þvingað til
ólöglegra athafna með verkfalli eða til að framkvæma eitthvað, sem
ekki á stoð í lögum.
Hins vegar er ég þeirrar skoðunar, að gagnálykta megi svo, að
pólitískt verkfall megi stéttarfélag hefja gegn stjórnvaldi, ef tilgang-
urinn er sá að þvinga það til að gera eitthvað, sem því ber að gera lög-
um samkvæmt, en hefur ekki gert, eða til að þvinga stjórnvald til að
láta af lögbroti, ef um slíkt væri að ræða.
184