Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 27
það er Olíuverzlun Islands h.f. sem höfðaði það mál gegn Alþýðu- sambandi Islands f.h. Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Er ekki á- stæða til að ræða það frekar. Þá vil ég ræða hér nokkuð dóm félagsdóms í máli nr. 11/1943 Vinnu- veitendafélag íslands fyrir hönd Finnboga Guðmundssonar gegn Al- þýðusambandi Islands fyrir hönd Verkamannafélagsins Dagsbrúnar (Féld. II 115). Yfirskrift í þessu máli er: „Mál út af kæru um ólög- mætt samúðarverkfall.“ Tildrög þessa máls voru þau, að í janúar 1943 kom til kaupdeilu milli Verkalýðs- og sjómannafélags Gerða- og Miðneshrepps annars- végar og vinnuveitenda suður þar hinsvegar. Hóf félagið verkfall 27. janúar 1943 hjá ýmsum atvinnurekendum, þar á meðal hjá Útvegs- bændafélagi Gerðahrepps, en stefnandi Finnbogi Guðmundsson var félagsmaður í því. Verkfall þetta náði fyrst og fremst til almennrar verkamannavinnu í landi, en einnig tóku þó þátt í því hlutamenn, ráðnir til vélbáta, er út voru gerðir af hlutafélögum þar syðra og félags- mönnum Útvegsbændafélagsins, þó að engin deila væri um kaup og kjör þeirra. Með dómum félagsdóms í málum nr. 5, 6 og 7/1943 var talið að óheimilt hefði verið eins og á stóð, að láta verkfallið ná til hlutamanna, og var það dæmt ólögmætt að því leyti. Alþýðusamband Islands fór með samninga fyrir hönd verkalýðsfélagsins í deilu þessari. Þann 23. janúar 1943, eða 4 dögum áður en verkfallið hófst, ritaði það Verkamannafélaginu Dagsbrún í Reykjavík og óskaði þess, að félagið kæmi í veg fyrir, að skip og bátar eða bílar ákveðinna nafn- greindra atvinnurekenda í Gerða- og Miðneshreppi fengju afgi’eiðslu á félagssvæði Dagsbrúnar, ef til verkfalls kæmi. Síðan voru taldir upp ýmsir bátar og bílar, þar á meðal bátarnir Árni Árnason, Trausti og Ægir, sem út voru gerðir á vegum Finnboga Guðmundssonar. Þann 27. og 28. janúar 1943 tilkynnti stjórn Dagsbrúnar ýmsum atvinnu- rekendum í Reykjavík, þar á meðal Skipaútgerð ríkisins, að Dagsbrún hefði ákveðið að verða við þessari beiðni, meðan umrætt verkfall stæði. I tilkynningunni voru taldir þeir bátar og bílar, er um var að ræða, þar á meðal bátar Finnboga. Á þessum tíma átti Finnbogi Guðmunds- son 500 kg. af korki á afgreiðslu Skipaútgerðar ríkisins. Þann 29. jan. tilkynntu forráðamenn Dagsbrúnar Skipaútgerðinni munnlega, og á- réttuðu skriflega sama dag, að öll afgreiðsla á vörum til Finnboga Guðmundssonar í Gerðum frá afgreiðslu sé óheimil vegna vinnustöðv- unarinnar hjá Útvegsbændafélagi Gerðahrepps. Vegna þessarar af- stöðu Dagsbrúnar fékk Finnbogi ekki afgreiddan kork þann, sem hér um ræðir, og af því tilefni höfðaði hann mál fyrir félagsdómi. Finn- 197

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.