Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Qupperneq 33

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Qupperneq 33
þau fjölbreytilegu ílát, sem nú kraumar í í öðru hverju húsi í landinu til undirbúnings jólum og nýári, — eftir forskriftum um, hvernig ekki skuli bruggað. Að baki þeirri aðferð að fá tilteknum aðila samfélagsins umboð til að láta í té hina stjórnmálale'gu ákvörðun, er sú forsenda stjórnskip- unarinnar, að mannlegt samfélag fái því aðeins staðist til lengdar, að fyrir því sé séð með skipulegum hætti, að endir skuli allrar þrætu. Stjórnarskráin færir Alþingi hið æðsta úrskurðarvald, — hið stjórn- málalega úrskurðarvald, en dómstólum vald til að útkljá einstakar þrætur innan ramma laga, sem ég kýs að kalla ríkjandi stjórnmála- stefnu, og úrskurða um valdmörk. Á nær öllum sviðum mannlegra samskipta í okkar samfélagi fella borgararnir sig við þessa forsendu. Menn sætta sig við, að óvilhallur dómari skeri úr hagsmunaágreiningi, og í flestum tilvikum fellir sam- félagið sig við, að í hagsmunastreitu þess skeri Alþingi úr um, hvernig málefnum skuli skipað, — hagsmunum skipt milli stríðandi afla með sama hætti og dómstóll gerir, en auðvitað hverju sinni út frá stjórn- málalegu mati hins lýðkjörna meirihluta á því, hvað sé sanngirni og réttlæti. Hið gamla spakmæli um, að við rjúfum friðinn, ef við rjúfum lögin, er þannig oftast í heiðri haft. Verkföll og forsendur þeirra Til skýringar tek ég fram, að það verkfallshugtak, sem ég nota í minni umhugsun um þetta efni, er mjög víðtækt. Það tekur að sjálf- sögðu til allra vinnustöðvana, sem efnt er til skv. lögunum um stéttar- félög og vinnudeilur og um opinbera starfsmenn, en auk þess hvers konar setu- eða skæruverkföll, útflutningsbann, hópuppsagnir, hæg- læti við vinnu o.s.frv., sem aðili í einokunaraðstöðu beitir til að knýja fram vilja sinn um viðskipti fram í tímann. Yfirvinnubann flokka ég hins vegar ekki undir verkföll. Hið eina svið hagsmunastreitu í okkar samfélagi, þar sem forsendan um aðila til að útkljá þrætu er alls ekki viðurkennd, er í skiptum laun- þega og atvinnurekenda í deilum um kaup og kjör. Á því sviði hefur komið til sögunnar stjórnmálaleg forysta fyrir stjórnmálaöflum með þeim styrk, sem stjórnskipan lýðveldisins gerir með engu móti ráð fyrir. Ég kalla þessa forystu og þessi öfl stjórnmálaleg og vona, að ekki misskiljist, að þar á ég ekki við, að þau séu nauðsynlega flokkapólitísk. Þau fjalla hins vegar um málefni, — hagsmunastreitur, og taka á- kvarðanir, sem eru stj órnmálalegar skv. skýrgreiningu minni hér að 203

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.