Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Side 34

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Side 34
framan. Þessi öfl viðurkenna engan aðila í samfélaginu sem bæran til að skera úr þeirra deilu við greiðendur launa, heldur höfða til frjálsra samninga eða fulls samningsréttar, sem felur í sér réttinn til verkfalls. Sá réttur er alger, því að ýmist hafa lög eða samningar veitt þessum samfélagshópum einkarétt á að gegna þeim störfum, sem um ræðir hverju sinni. í lögum um lögreglumenn hefur löggjafinn innsiglað þessa réttarstöðu með því að banna lögreglumönnum afskipti af verkfalls- aðgerðum, í reynd, hverjar sem þær eru. Verkföllum og framkvæmd þeirra þarf ekki að lýsa í þennan hóp. Verkföll stórra hópa og smárra hafa Um áratugi stöðvað eða stórlega truflað flesta þætti athafnalífs í landinu til að knýja fram launakjör, sem launagreiðendur hafa með réttu eða röngu talið sér um megn að semja um. Svo til öllum hefur þessum verkföllum lokið með samningum. Margir þeirra gætu verið efni fyrir langar ráðstefnur. En þessi staða verkfallsréttarins, sem í raun er utan við íslenska réttarríkið eins og því eru settar skorður í stj órnarskrá og annarri lög- gjöf, verður ekki skilin án þess að líta til liðins tíma, þegar atvinnu- rekendur voru í aðstöðu til að taka sér sjálfdæmi um kjör starfsmanna sinna og misbeittu þeirri aðstöðu til að skammta þau afarnaumt og hundelta hvern þann, sem gerði sig líklegan til einhverrar forystu um að breyta þar einhverju um. Áður en ég ræði það efni frekar, ætla ég að freista þess að skoða verkfallsréttinn nánar innan hinnar almennu hugmyndafræði lögfræðinnar. Lögfræðileg greining verkfallsréttar Hinn eiginlegi grundvöllur verkfallsréttarins verður að teljast per- sónubundinn, þ.e. að hverjum manni sé það í sjálfsvald sett, hvort hann selur vinnu sína eða ekki. Slíkur réttur hvers og eins launþega er þó oftast lítilvægur. Það er ekki fyrr en allir launþegar á tilteknum stað eða innan tiltekinnar atvinnugreinar beita þessum rétti sínum sameiginlega, sem hann öðlast vigt. Sú vigt er þó ekki fólgin í réttin- um sjálfum, heldur ræðst hún af því, að ekki geti komið aðrir laun- þegar og selt sína vinnu í stað þeirra, sem lögðu niður vinnu. Þannig er það fyrst og fremst einkasöluaðstaðan gagnvart tiltekinni vinnu, sem er rót þess valds, sem með verkfallinu er beitt, en ekki sá grund- vallarréttur, — verkfallsréttur hvers og eins manns að ákveða, hvort hann selur sína vinnu eða ekki. Við þessar aðstæður glatast launþeg- anum í rauninni hinn persónulegi verkfallsréttur, en í staðinn kemur verkfallsskylda, sem verkfallsfélagsskapurinn léggur honum á herðar. Röksemdafærslan leiðir til þeirrar kaldhæðnislegu niðurstöðu, að per- 204

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.