Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 38
óverðtryggðar bréfeignir, til þeirra, sem skulda í innlendri mynt og
eiga á sama tíma eignir, sem halda verðgildi. Því til viðbótar eru skatta-
lög svo nöpurlega sniðin, að þessi eignatilfærsla verður alla jafna
skattfrjáls.
1 þessari samningastefnu felst geysilegt valdaafsal af hálfu verka-
lýðsforystunnar í landinu. Kjarasamningar, sem að öllu eðlilegu ættu,
ásamt setningu skattalaga, að vera veigamesta tekjuskiptingarákvörð-
un í þjóðfélaginu, verður það ekki í reynd, heldur er valdinu til að
ákvarða veigamikinn hluta af þeirri tekjuskiptingu, — eignatilfærslu,
— sem máli skiptir, skákað yfir til bankastjórna og stjórna lánasjóða,
sem veita hin eftirsóttu lán.
Sé litið til lengri tíma, verður geigvænlegasta afleiðing þessarar
stöðu, að fjárfesting í atvinnurekstri og í landinu almennt leitar ekki
inn á framleiðniaukandi svið. Fjárfestingin verður ekki „pródúktíf“
heldur miklu fremur „spekúlatíf“. Það gefur tryggari afrakstur fyrir
hvern og einn þegn þjóðfélagsins, þótt þessi fjárfesting sé hemill á
efnahagsþróun. Þessi hneigð hlýtur að leiða til hægfara undanhalds
í þeim kjörum, sem efnahagslífið megnar að leggja þegnunum til.
Ég vil ekki, að orð mín séu skilin svo, að verkfallspólitík eigi alla
sök á verðbólgu og afleiðingum hennar. Verkalýðsforystan í landinu
ber sinn hluta af ábyrgðinni á efnahagsþróuninni, en þar eiga fleiri
hlut að. Hins vegar tel ég það sjálfgefið, að sú þróun, sem ég hér lýsti
hljóti, þegar upp er staðið, að bitna á kjörum vinnandi fólks í landinu
til frambúðar og eigi því að vera áhyggjuefni fyrir verkalýðsforystuna
— jafnvel enn fremur en aðra stjórnmálaforystu í landinu.
Niðurstöður
Ég hef rætt hér ýmis atriði, sem snerta verkfallsréttinn, eðli hans,
beitingu og afleiðingar eins og ég skynja þau. Ég tel mig hafa gefið
vísbendingar um, að beiting verkfallsvopnsins eins og tíðkað hefur
verið hér á landi muni leiða til ýmiss konar ófarnaðar. bæði innan
samtaka launafólks og fyrir efnahagsþróun í landinu.
Nú er það ljóst, að verkfallsréttur verður aldrei afnuminn, enda
tilvera hans ekki vandamál, heldur skiptir öllu hvort og hvernig hon-
um er beitt. Honum má beita svo, að með honum sé beinlínis höggvið
að rótum þess þjóðskipulags, sem við höfum kosið olckur og meginþorri
borgara samfélagsins styður.
Stjórnskipun þessa þjóðfélags er reist á aldagömlum hugmyndum
um valdið í ríkinu. 1 rauninni eru þær reistar á grunni hins alvalda
konungdæmis og því valdi deilt upp í þrennt, löggjafarvald, fram-
208