Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 44
Frá Lagadeild SKÝRSLA UM LAGASTOFNUN HÁSKÓLAÍSLANDS 28. febrúar 1977 — 27. febrúar 1978 STARFSLIÐ: Þessir kennarar í fullu starfi störfuðu við Lagastofnun 1977: Arnljótur Björns- son, Gaukur Jörundsson, Gunnar G. Schram, Jónatan Þórmundsson, Lúðvík Ingvarsson, Páll Sigurðsson, Sigurður Líndal og Stefán Már Stefánsson. STJÓRN: Á fundi lagadeildar 23. nóvember 1976 voru þessir menn kosnir í stjórn stofnunarinnar: Gaukur Jörundsson, Jónatan Þórmundsson, Lúðvík Ingvarsson og Sigurður Líndal. Stjórn Orators, félags laganema, hefur tilnefnt Valgeir Páls- son stud. jur. í stjórnina. Sigurður Lindal hefur gegnt starfi forstöðumanns frá 23. febrúar 1977. Stjórnin hélt einn fund á tímabilinu 28. febrúar 1977 — 27. febrúar 1978. Ársfundur var haldinn 27. febrúar 1978. RANNSÓKNIR 1977: Rannsóknar- og ritstörf kennara í fullu starfi við lagadeild, sem teljast starfa við Lagastofnun Háskóla Islands voru sem hér segir: Arnljótur Björnsson: Ritstörf: Dómar um bótaábyrgð hins opinbera 1920— 1976. Rvík 1977. 72 bls. (offset-fjölritað). Almenn skaðabótalög á Norðurlönd- um. Tímarit lögfraeðinga 4. hefti 1977 (í prentun). Yfirlit yfir bótakerfi á ilslandi. 18 bls. (fjölritað námsefni í skaðabótarétti). Fáein atriði varðandi skaðabóta- ábyrgð hins opinbera. 11 bls. (fjölritað námsefni, sem notað er í skaðabóta- rétti og stjórnarfarsrétti). Evrópuráðstefna lagadeilda 1976. Tímarit lögfræð- inga 1976, bls. 184—188. Skaðabótaskylda tannlækna. Erindi flutt á fundi Tann- læknafélags íslands 20. jan. 1977. Árbók Tannlæknafél. Tsl. 1976, bls. 57—65. Fyrirlestrar: Bótakerfi og réttur til tjónbóta. Fluttur í Ríkisútvarpið 27. febrúar 1977. Almenn skaðabótalög á Norðurlöndum. Fluttur á málþingi Lögfræðinga- félags íslands 8. október 1977. Skaðabótaábyrgð á vinnuslysum, sem hljótast af athöfnum sjálfstæðra verktaka eða af bilun eða galla í tæki. Fluttur á málþingi Lögfræðingafélags Islands 8. október 1977. Gaukur Jörundsson: Hefur á árinu fengist við athuganir á sviði eignarréttar vegna kennslurits, sem í undirbúningi er. Guðrún Erlendsdóttir: Ritstörf: Óvígð sambúð. Úlfljótur 1. tbl. 1977. Könnun á setu í óskiptu búi. (Ólokið). 214

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.