Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 17
mætum hagsmunum félagsmanna stéttarfélagsins. Miðist þar fyrst og fremst við endurgjald fyrir þá starfsorku, sem þeir láta í lé, og önnur kjaraatriði í því sambandi. Eins og áður segir, er verkfallsrétturinn einungis hjá stéttarfélög- unum sjálfum. Skipulagslaus vinnustöðvun einstaklinga af mismun- andi tilefni getur aldrei verið verkfall í skilningi lága. Ef hins vegar stéttarfélag eða hluti þess á aðild að vinnudeilu og gripið er til vinnustöðvunar til að leysa þá deilu, er um verkfall að ræða í skilningi laga. Á þetta við þótt þeir, sem að verkfallinu standa, framkvæmi það án þess að ákvörðun um það sé tekin af stéttarfélag- inu og með löglegum hætti. Slík verkföll eru auðvitað ólögleg, og fer þá um ábyrgð stéttarfélagsins í heild, eftir því, hvort um sök er að ræða eða ekki hjá þeim, sem félagið ber ábyrgð á. Framkvæmd verkfalla Þegar ákvörðun um verkfall hefur verið tekin með lögformlegum hætti er almennt talið að það sé á valdi þess, sem að verkfallsboðun- inni stendur, að útfæra það í smáatriðum. Er þá hægt að láta verk- fallið ná til allra félagsmanna eða aðeins til lítils hluta þeirra, t.d. í ákveðinni grein atvinnureksturs eða jafnvel hjá einum atvinnurekanda. 1 Danmörku er jafnvel talið af ýmsum, að um verkfall geti verið að ræða, þótt aðeins einn maður af hálfu stéttarfélagsins taki þátt í því, þ.e. einhver í lykilstöðu, þannig að um raunverulega vinnustöðv- un sé að ræða. 1 septembersamkomulaginu og Aðalsamningi vinnuréttar í Danmörku er ákvæði um það, að verkfall geti lýst sér m.a. þannig, að starfs- menn hverfi af vinnustað í áföngum eða jafnvel dragi úr afköstum eða leiði hjá sér ákveðin störf. 1 norsku vinnulöggjöfinni og þeirri sænsku er verkfall skilgreint sem vinnustöðvun að hluta eða öllu leyti hjá atvinnúrekanda eða sam- tökum atvinnurekenda. Hinn almenni skilningur á verkfalli bæði hér á landi og í framan- gi-eindum nági'annalöndum er sá, að stéttarfélagið ráði því, hversu víðtækt verkfall sé, hvort það tekur til hluta félagsmanna eða hluta félagssvæðis. 1 vinnurétti þessara landa er þess hvergi krafist, að verk- fall komi að fullu og öllu til framkvæmda á sama tíma. Talið er löglegt, að verkföll séu framkvæmd í röð eða til skiptis hjá viðsemjendum stéttarfélagsins, og jafnvel hefur það verið talið löglegt hér á landi að hefja verkfall við ákveðnar byggingarframkvæmdir við ákveðnar götur í Reykjavík. 187

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.