Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Qupperneq 31

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Qupperneq 31
Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri: UM VERKFÖLL OG LÖG Efnisskipan Ég hef reynt að skipa efninu, sem ég ræði hér, á þann veg, að fyrst ræði ég almennt um löggjöf og forsendur hennar, því næst um verkföll og forsendur þeirra. Þá kemur tilraun til lögfræðilegrar greiningar á verkfallsrétti, þáttur um beitingu verkfallsréttar og afleiðingar hennar og loks ræði ég almennt, hvar við erum á vegi stödd í þeirri þróun, sem verkfallasagan er hluti af. Erindinu lýkur svo með einhverju í átt við niðurstöðu. Löggjöf og forsendur hennar Mannleg samskipti skapa þörfina fyrir meginreglur til að greiða fyrir þessum samskiptum og gera þau þolanleg. Á þeim sviðum, þar sem gagnkvæmir hagsmunir eru ráðandi eða hagsmunastreita er innan hóflegra marka, geta þessar meginreglur þróast og mótast af sjálfu sér. Endranær í sögunni hafa samfélög nauðug eða viljug sætt sig við einhvern aðila innan þeirra eða utan, sem setti þessar reglur. Forsenda slíkra reglna er annað tvéggja, að samfélagið felli sig við þær eða ein- hver aðili sé þess umkominn að framfylgja þeim. 1 okkar samfélagi leitast lögfræðin við að greina og skýra þessar reglur, — hinn gildandi rétt, skráðan og óskráðan. Fyrir mér er öll aðkoma lögfræðinnar að þessu verkefni reist á þeirri forsendu þess, sem við gjarna köllum réttarríkið, að samfélagið viður- kenni tiltekinn aðila í þjóðfélaginu til að setja lög eða ákveða hver sé gildandi réttur. Sem ég lít um öxl á mín stuttu námskynni af lög- fræði sem akademískri fræðigrein, þykir mér sem lög, — einkum hin skráðu, en einnig hin dómhelguðu, — hafi verið upphaf og endir allrar tilveru. Lög höfðu sjálfstætt gildi, voru sjálfstætt, afmarkað fyrirbæri og voru þannig þrautskoðuð og skýrð innan ramma hins markaða forms. 201

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.