Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 37
verkalýðshreyfingarinnai’ hefur aukist. Laun hinna lægra iaunuðu hafa oft hækkað minna, jafnvel hlutfallslega, heldur en þeirra, sem hærri laun höfðu fyrir. Þannig munu t.d. láglaunabætur jafnan komast inn í launagrunn ákvæðisvinnumanna. Aukinn launajöfnuður er markmið, sem öll stjórnmálaöfl hafa í orði kveðnu tekið upp á arma sína. Engu að síður er full ástæða til að ætla, að þessi hneigð í niðurstöðum verkfalla haldist og þau verði seint til hlutfallslegra hagsbóta fyrir láglaunafólk. Sá árangur er einnig greinilegur af verkfallastefnu líðandi ára, að vaxandi mismunun skapast eftir aðstöðu einstakra hópa til að stöðva mikilvægan rekstur. ítrekuð verkföll smáhópa þrýsta, kjörum þeirra út úr öllu samræmi við launþega, sem vinna sambærileg eða veigameiri störf, án þess að vera í sams konar þrýstiaðstöðu. Óhamin verkfalls- beiting getur ekki annað en leitt til vaxandi mismununar af þessu tagi. Er raunar engin leið að sjá fyrir þá þróun, sem hún hefur í för með sér, þegar til lengri tíma er litið. Þetta efni er samtvinnað allri efnahagsþróun í landinu og þeim vanda, sem verkalýðshreyfingin stendur andspænis á því sviði. Fæ ég ekki betur séð en beiting verkfallsréttarins í þjóðfélaginu verði þegar frá líður ekki síður vandamál innan hreyfingarinnar í innbyrðis stríði afla með missterka aðstöðu um skiptingu gæðanna, en út á við gagn- vart atvinnurekendum, þjóðfélaginu sem heild og efnahagsþróun þess. Heildaráhrif / afleiðingar verkfalla liðinna ára Sé reynt að ná einhverri heildarsýn eins og í sjónhending yfir verk- föll, verkfallshótanir og sanminga undangenginna ára, er sú staða orðin býsna hefðbundin, að allir aðilar viðurkenna í raun að samningum lokn- um, að samið var um hlutaskipti, þar sem skipt var fleiri fiskum en dregnir hafa verið. Það er samið um tilflutning fjármuna, sem ekki eru aðgengilegir til slíks í þjóðfélaginu eða alla vega ekki nema hjá litlum hluta viðsemjendanna (atvinnurekendanna). Það er til marks um, að menn hafa sætt sig við þessa hefð, hversu kæruleysislega sól- stöðusamningarnir voru undirritaðir. Slík samningagerð kallar undireins á aðrar millifærslur til mótvægis, venjulega eftir einhverjar þrengingar, rekstrarlegar og stjórnmála- legar, og jafnvel rekstrarstöðvanir. Þessi saga hefur oft endurtekið sig og þarf ekki að lýsa því hér. Verðbólgan kemur svo til skjalanna og breiðir yfir þessar aðgerðir allar með geysilegum eignatilfærslum frá þeim, sem eiga peninga eða 207

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.