Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 21
fram nokkur atriði, sem gera verkfall eða vinnustöðvun óheimila. Er
þar t.d. um að ræða ágreining um atriði, sem félagsdómur á úrskurð-
arvald um, nema til fullnægingar úrskurðum félagsdóms. Þá er það
ólögmæt vinnustöðvun, ef tilgangur hennar er að þvinga stjórnvöld
til að framkvæma athafnir, sem þeim lögum samkvæmt ekki ber að
framkvæma, eða framkvæma ekki athafnir, sem þeim lögum samkv.
er skylt að framkvæma, enda sé ekki um að ræða athafnir, þar sem
stjórnvöld eru aðili sem atvinnurekandi. Ef stjórnvöld eru atvinnu-
rekendur, er að sjálfsögðu stéttarfélagi heimilt að gera verkföll til að
ná fram kröfum um kaup og kjör gagnvart stjórnvaldinu sem vinnu-
veitanda.
Ég hef talað hér um verkfall sem þekkt fyrirbæri, enda mun það
vera svo. Þó er ástæða til að athuga nánar, hvað felst í verkfalli, —
hvað í raun og veru er verkfall. Ég tel, að skilgreining á verkfalli hljóti
að vera sú, að verkfall sé það, þegar meðlimir ákveðins stéttarfélags
leggja niður vinnu samkv. fyrirfram ákveðnu skipulagi. Samkvæmt
þessu lít ég svo á, að til þess að um löglegt verkfall geti verið að ræða,
verði menn, sem að því standa, að leggja algjörlega niður vinnu. Það
breytir ekki þessu, þó að einstakir verkamenn haldi áfram vinnu til
þess að bjarga verðmætum frá eyðileggingu, eins og oft er gert í
vinnudeilum. Hinsvegar tel ég, að það sé ekki verkfall í skilningi þess-
ara laga, ef verkamenn eða starfsmenn stéttarfélags mæta til vinnu
og vinna ýmis störf, en neita að vinna önnur. Það get ég með engu
móti fellt undir hugtakið vinnustöðvun eða verkfall. Ég held, að þessi
skýring, sem hér hefur verið fram sett, sé algjörlega í samræmi við
Vilhjálmur Jónsson lauk lagaprófi 1947. Sama
ár hóf hann störf hjá Sambandi íslenskra sam-
vinnufélaga og var þar við lögfræðistörf, svo og
hjá Samvinnutryggingum og kaupfélögum víða
um land, til ársins 1959. Á því ári var hann ráð-
inn forstjóri Olíufélagsins h/f og Hins íslenska
steinolíuhlutafélags, og hefur hann gegnt þeim
störfum síðan. — Hér er birt grein, sem byggð
er á erindi, er Vilhjálmur flutti 30. september s.l.
á málþingi lögfræðingafélagsins um vinnulög-
gjöfina og verkföll. Gerir hann þar grein fyrir
skoðunum sínum á því, hvar séu mörk lögmætra
og ólögmætra verkfallsaðgerða, en það er sama
efni og um er rætt í erindi Arnmundar Back-
man hdl. á öðrum stað í þessu hefti.
191