Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 6

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 6
Bótaábyrgð, sem ópersónulegir réttaraðilar bera vegna skaðaverka æðstu stjórnenda sinna, er yfirleitt ekki talin eiginleg vinnuveitanda- ábyrgð,- Slík ábyrgð er almennt flokkuð sem ábyrgð vegna sakar „sjálfrar lögpersónunnar“3 og verður ekki fjallað um hana hér. Skilyrði vinnuveitandaábyrgðar eru m.a. sök starfsmanns og að tjóni sé valdið við framkvæmd þess verks, sem starfsmaður hefur með höndum fyrir vinnuveitandann. Verður ekki gerð nánari grein fyrir skilyrðum þessum hér. Hins vegar mun fjallað um hvers eðlis samband vinnuveitanda og starfsmanns þarf að vera til þess að um ábyrgð geti verið að ræða samkvæmt reglunni. 1 ritum um skaðabótarétt er síðast- greint álitaefni venjulega rætt í tvennu lagi. Annars vegar er gerð grein fyrir hverjir starfsmenn geti bakað vinnuveitanda ábyrgð með saknæmri og ólögmætri háttsemi sinni (2. kafli). Hins vegar er tekið til meðferðar, á hverjum ábyrgðin hvíli (3. kafli). Þessi tvö atriði verða ekki að fullu greind sundur, en samt sem áður þykir hér rétt að fjalla um þau með hefðbundnum hætti. Efnið verður eingöngu rætt í ljósi skaðabótaréttar utan samninga. 2 T.d. Jan Hellner, Skadestándsrátt, 3. útg., Stockholm 1976, bls. 94 og 100. Á íslandi hefur lítið verið ritað um bótaskyldu ópersónulegra aðila vegna verka fyrirsvarsmanna þeirra, sjá þó Stefán M. Stefánsson, Fjárhagsábyrgð félaga og reglur um bótaábyrgð stjórnenda þeirra, fjölrit, Rvík 1978. 3 Sbr. t.d. Hrd. 1970, 1044: „Þar sem sök áfrýjanda [Rafveitu Akureyrar] verður eigi talin stórkostleg og byggist öðrum þræði á gáleysi starfsmanna hans ...“ og Hrd. 1971, 781, sératkvæði bls. 790: „ ... vanrækslu af hendi aðaláfrýjanda [Flugstöðvarinnar h.f.] eða starfsmanna hans ...“. Arnljótur Björnsson prófessor hefur samið þrjár greinar um bótaábyrgð atvinnurekenda, og munu þær birtast hér í tímaritinu á næst- unni. Arnljótur segir frá efninu í upphafi hverr- ar greinar, svo að það mun ekki gert í sér- stökum ritstjórnarkynningum. Arnljótur Björns- son hefur gegnt prófessorsembætti við laga- deild Háskólans síðan 1971. Kennslugreinar hans eru skaðabótaréttur, vátryggingaréttur og sjóréttur. Hafa greinar eftir Arnljót um þessi og um fleiri efni birst undanfarin ár í Tímariti lögfræðinga. 52

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.