Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 25
vera nokkru ríkari en leiða má af almennu reglunni um vinnuveitanda- ábyrgð, þótt það sé ekki fullkomlega ljóst af dómsforsendum. 1 málunum um KR-húsið og Klúbbinn er enginn vafi á, að þau skil- yrði vinnuveitandaábyrgðar, sem hér eru til umræðu, voru fyrir hendi. KR hlaut að bera bótaábyrgð á formanni íþróttaheimilisnefndar félags- ins, úr því að sök hans þótti sönnuð. Verður raunar ekki séð, að öðru hafi verið haldið fram af hálfu KR. Sömuleiðis er ljóst, að Klúbburinn gat einn borið vinnuveitandaábyrgð vegna ætlaðrar sakar dyravarðar síns. Öðrum húsbónda var ekki til að dreifa. Bótaskylda Vélasjóðs í skurðgröfumálinu og bótaskylda bygginga- meistarans Ó í „Geislahitun I.“ eru vafalítið ein vandasömustu álitamál- in, sem á reyndi í ofangreindum dómsmálum. Bæði málin varða tak- markatilvik. Þegar virt eru tengsl tjónvalda annars vegar og vinnu- veitendanna Vélasjóðs og Ó hins vegar og aðrar þær aðstæður, er nánar greinir frá í athugasemdum um dómana hér að framan, verður ekki talið, að úrslit málanna (að því er varðar síðastnefnda aðila) gangi í berhögg við fræðikenningar, sem hér um ræðir. Ekki verður séð, að úrslit neinna fyrrgreindra skaðabótamála (hvorki sýknudómanna né annarra) mótist af þeim sjónarmiðum, sem um ræðir í 2.2., en ýmis þarnefndra viðmiðunaratriða kunna að hafa haft áhrif á heildarmat dómara, þótt bein merki þess sjáist ekki í dómsforsendum. 3. Á HVERJUM HVlLIR VINNUVEITANDAÁBYRGÐIN? Vinnuveitandaábyrgðin hvílir á þeim, sem unnið er fyrir, þ.e. aðil- anum, er ber kostnað af vinnunni og nýtur arðsins af henni 27 (ef hann er einhver). Yfirmaður (t.d. framkvæmdastjóri eða verkstjóri) í þjónustu þess, sem kostnað ber og arðs nýtur, ber ekki sjálfur ábyrgð eftir þessari bótareglu, en hann getur vitanlega orðið skaðabótaskyld- ur eftir sakarreglunni. I fljótu bragði gæti virst auðvelt að slá föstu í hverju tilviki fyrir sig, hver beri kostnað af vinnu og njóti arðs af henni. Þetta er líka yfirleitt auðvelt, en vafatilfelli skjóta þó alloft upp kollinum. Stundum getur verið ljóst, að tjónvaldur er í vinnu hjá öðrum (þ.e. háður hús- bóndavaldi og því ekki sjálfstæður framkvæmdaaðili), en hins vegar vafasamt, hver telst vinnuveitandi hans, þegar hann veldur tjóni. Erfiðustu og jafnframt raunhæfustu álitaefnin á þessu sviði koma 27 Vinding Kruse, bls. 234 71

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.