Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 23
ið fram, að þegar atvik málsins gerðust, hafi þeir eigi verið starfsmenn
hans í merkingu reglunnar um vinnuveitandaábyrgð. Hann hafi ein-
ungis annast milligöngu um að útvega þá til að vinna ákveðið verk fyrir
Geislahitun, sem greitt hafi þeim laun. Framburður framkvæmdastjóra
Geislahitunar styður eindregið frásögn Ó af því, hver afskipti Ó vildi
hafa af vinnunni. Vætti samverkamanns tjónþola hnígur í sömu átt.
Svo sem fyrr getur, er tekið fram í Hrd. 1964, 268, að verkamennirnir
hafi verið starfsmenn Ó, hann hafi ráðið þá til verksins, sagt þeim hvað
til stæði, farið með þeim á staðinn og bent þeim á verkefnið. Allt þetta
rennir stoðum undir bótaskyldu Ó samkvæmt vinnuveitandaábyrgð-
arreglunni. Á móti mælir það, sem áður greinir um skipti Ó og Geisla-
hitunar. Tjónþoli ber hins vegar, að honum hafi ekki verið kunnugt
um, að hann og samverkamaður hans væru að vinna fyrir annan aðila
en Ó. Af dómsforsendum virðist mega draga þá ályktun, að Ó hefði eigi
verið talinn bótaskyldur, ef hann hefði áður en verkið hófst skýrt tj ón-
þola frá samkomulagi sínu og Geislahitunar. Verður að telja eðlilegt,
að Ó beri hallann af því, að honum tókst ekki að sanna, að tjónþoli hafi
fallist á að fara í vinnu til annars aðila. Sönnunarbyrðin um að starfs-
maður sé í vinnu hjá riýjum húsbónda, hvílir hér á þeim vinnuveitanda,
sem starfsmaðurinn hefur verið í vinnu hjá (aðalhúsbónda). Að þessu
leyti er aðstaða Ó svipuð stöðu Vélasjóðs í skurðgröfuslysinu (Hrd.
1963, 71). Vélasjóður varð að bera hallann af því, að í framkvæmd
var mjög losaralega gerigið frá samningum um stöðu manna á gröfum
sjóðsins.
Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, verður að álíta, að eðlilegt
hefði verið að dæma Ó og Geislahitun in solidum til gi’eiðslu á bótum
til verkamannsins, sem fyrir slysinu varð.
Framkrafa Ó á hendur Geislahitun verður ekki rædd sérstaklega hér.
Hrd. 1967, 1163. Ölvaður maður slasaðist, er hann féll við útidyr
veitingahússins Klúbbsins i Rvík.
Dyravörður í veitingahúsi synjaði manni nokkrum inngöngu
og ýtti honum frá dyrum hússins. Maðurinn féll við og slasaðist.
í bótamáli slasaða rökstuddi veitingahúseigandi sýknukröfu sína
m.a. með því að dyravörðurinn hefði að vísu fengið greidda þókn-
un úr hans hendi, en starf hans við dyravörslu hafi verið lög-
reglustarf. Taldi veitirigahúsið, að hið opinbera bæri, sem fastur
vinnuveitandi lögreglumanna, bótaábyrgð á hugsanlegum afglöp-
um dyravarðarins í starfi. Meiri hluti Hæstaréttar tók ekki af-
69