Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Side 4

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Side 4
dómsmál vegna meðferðar stjórnvalda á gjaldeyrismálum næstum óþekkt. Almannatryggingalögin eru með sama marki brennd. Breytingar sem á þeim eru gerðar árlega eða oft á ári miða ekki að því að tryggja réttaröryggi á þessu sviði. Mál um kröfur, sem upp koma vegna laganna, munu afar sjaldan koma fyrir dómstóla. Ekki er þess heldur að vænta, að mikið verði um dóms- mál út af þeirri margvíslegu efnahagslöggjöf sem sett var á Alþingi á síð- asta vetri. Sé það virt, sem hér hefur verið drepið á, sýnist Alþingi heldur áhugalítið um þessar mundir um réttarbætur á sviði lögfræði og skilningslítið á gildi þess að réttaröryggi sé tryggt í stjórnsýslunni. Hvorugt er gott. Þörf er marg- víslegra breytinga á þessu sviði þjóðlífsins og langvarandi sinnuleysi að því er varðar réttaröryggi að þessu leyti getur ekki einungis leitt til vanda fyrir þá, sem þar eiga undir högg að sækja, heldur og sljóvgað tilfinningu manna fyrir hlutverki dómgæslunnar á öðrum sviðum. Vissulega er einnig hugsan- legt, að það verði til að rýra áhrif Alþingis er fram í sækir, ef réttarbætur dragast úr hófi, þó að Ijóst sé, að þeirra sé þörf. Þór Vilhjálmsson. 50

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.