Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 21
þeirra, Ó . .Þótti Ó þess vegna bera ábyrgð á mistökum sam-
verkamanns slasaða og var Ó dæmdur til að bæta tjónið að %
hlutum, en Ys varð slasaði að bera sjálfur vegna eigin sakar. Um
þátt Geislahitunar í málinu segir, að fyrirsvarsmenn hennar hafi
hvorki samið um verkið við slasaða og samverkamann hans né
stjórnað framkvæmd þess. Var „því eigi fyrir hendi það réttar-
samband, er veiti gagnáfrýjanda ... rétt til bóta úr hendi .. .
Geislahitunar.“ Með vísun til þessa var Geislahitun sýknuð af
kröfu slasaða.
Hrd. 1968, 132. „Geislahitun 11.“ Framkröfumál „aðalvinnuveit-
anda“ gegn þriðja aðila.
Ó höfðaði mál gegn Geislahitun h/f til heimtu þess fjár, sem
hann greiddi samkvæmt dóminum í Hrd. 1964, 268. 1 yngri hæsta-
réttardóminum segir, að gögn málsins beri með sér, að Ó hafi
einungis tekist á hendur gagnvart Geislahitun að ráða starfs-
menn til niðurrifs á reykháfnum og vísa þeim á tilteknum tíma
til vinnustaðar, en hafi undanskilið sig verkstjórn og „starfs-
drottinsskyldum.“ Síðan segir í dóminum, að framkvæmdastjóra
Geislahitunar hafi verið hæg heimatökin að fela verkstjóra sín-
um, sem hann kvaddi til að fara á vinnustað, að taka þar verk-
stjórnina að sér. Að svo vöxnu máli verði sú vangæsla Ó, að
skýra starfsmönnum eigi frá því, hvernig háttað var „starfs-
herraábyrgð" og verkstjórn ekki látin valda því, að Ó glati þeim
rétti sínum, að á Geislahitun falli að lokum „starfsdrottins-
ábyrgð“ á verkinu. Var krafa Ó því tekin til greina.
Það er einkum fyrri dómurinn, er skiptir máli um efnið, sem hér
er til umræðu. Athygli vekur, að Geislahitun er sýknuð. 1 því sam-
bandi vaknar sú spurning, hvort Geislahitun hafði rétt (eða skyldu)
til að stjórna múrbrotsmönnunum og líta eftir þeim. Hæstréttur svarar
þeirri spurningu játandi í dóminum í Hrd. 1968, 182 („Geislahitun II.“).
Þar segir orðrétt: „Voru og framkvæmdastjóra áfrýjanda [Geislahit-
unar] hæg heimatökin að fela verkstjóra sínum, sem hann kvaddi til
að fara á vinnustað á hinum tilsetta tíma, að taka þar verkstjórnina
að sér.“ Fram kemur í Hrd. 1964, 268 að verkstjóri Geislahitunar kom
á vettvang eftir að verkið var hafið, en gaf engin fyrirmæli um fram-
kvæmd þess. Auk verkstjórans kom annar starfsmaður Geislahitunar
á staðinn áður en verkið hófst og sagði hann verkamönnunum tveim,
hvar bora ætti gat á reykháfinn. Verður varla mælt á móti því, að
67