Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 39
vilja, að rannsókn bæri tilætlaðan árangur. Ef rök með og móti gæslu-
varðhaldi stóðu nokkurn veginn í járnum, og sá sem ákvörðun átti að
taka, bar rannsóknarábyrgð, var meiri hætta á, að persónuleg sjón-
armið réðu en efnisleg. Freisting hlaut að vera fyrir hendi, meðvituð
eða ómeðvituð. Einnig kom hér til eðlileg samstöðukennd með sam-
starfsmönnum, sem óskuðu úrskurðar, sem gat haft bein eða óbein
áhrif. Ég held, að óraunhæft sé að reikna með öðru, þótt vilja til að
gera hlut manna verri en efni stóðu til hafi ekki verið til að dreifa.
I dag er hins vegar aðstaðan önnur, tvær sjálfstæðar stofnanir þarf
til. Lögreglustjóri eða rannsóknarlögreglustjóri þarf að snúa sér form-
lega til viðkomandi dómstóls. Beiðni á að vera skrifleg eða borin fram
munnlega á dómþingi, og nauðsynleg gögn eiga að fylgja. Dómari getur
krafið lögreglustjóra um þau gögn eða þær aðgerðir, sem hann telur
nauðsynlegar, áður en hann tekur beiðni til úrlausnar. Dómari á hér
að geta tekið óháða ákvörðun, þar sem hann ber ekki ábyrgð á rann-
sókninni og hefur enga persónulega hugsmuni af því, að hún takist,
þótt honum beri að sjálfsögðu embættisleg skylda til að meta rann-
sóknarhagsmuni málsins og taka sína ákvörðun í samræmi við þá og
alvarleika brotsins.
Samkvæmt yfirliti, sem rannsóknarlögreglustjóri ríkisins lét gera,
annars vegar um fyrstu 18 starfsmánuði ríkislögreglunnar og hins
végar um síðustu 18 mánuði þar á undan, um vistun gæslufanga í fanga-
húsum Reykjavíkur, kemur skýrt fram, að úrskurðum um gæsluvarð-
hald hefur stórlega fækkað. Á eldra tímabilinu komu inn menn sam-
kvæmt 190 úrskurðum en því síðara 120.
Frá árinu 1978 liggja fyrir tölur frá sakadómaraembættinu um
beiðnir um aðgerðir, sem dómari þarf að lögum að ljá atbeina sinn
til, sbr. 73. gr. laganna. Þar kemur fram, að beiðnir um gæsluvarð-
haldsúrskurði voru alls 83. Þar af voru 10 afturkallaðar, 72 teknar
til greina og einni synjað. Beiðnir um réttargerðir samkvæmt grein-
inni voru hjá dóminum alls 160, þar af voru 12 afturkallaðar, 146
teknar til greina og 2 synjað eða vísað frá. Auk beiðna um gæslu-
vai'ðhald voru þarna beiðnir um húsleitir 18, yfirheyrslur 31, geðrann-
sókn 7, krufningu 7, ferðabann 6 og afhendingu gagna 8.
Rétt er að hér komi fram, sbr. 15. gr. 1. nr. 107/1976, að ekkert
dæmi mun vera til um, að skipaður réttargæslumaður grunaðs manns
hafi leitað til dómsins út af því, að honum hafi verið synjað um að
vera viðstaddur yfirheyrslur hjá rannsóknarlögreglunni.
Ég get ekki látið lokið máli mínu hér án þess að fara nokkrum orð-
um um frv. til laga um breyting á lögum nr. 74/1974 um meðferð
85