Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 27
ábyrgð á stjórnandanum. Þegar ekki er um hreinan verksamning að ræða, getur komið til álita, hvort aðalhúsbóndinn (eigandi vinnuvél- arinnar) eða bráðabirgðahúsbóndinn (leigutaki) ber vinnuveitanda- ábyi’gð vegna skaðaverka stjórnanda vélarinnar. Telja verður, að meg- inreglan sé sú, að aðalhúsbóndinn beri vinnuveitandaábyrgðina, þótt bráðabirgðahúsbóndinn ráði hvaða verkefnum vinnuvélarstjórinn sinn- ir.33 Sé staða vinnuvélarstjórans nokkurn veginn hliðstæð stöðu fastra starfsmanna bráðabirgðahúsbóndans, gæti ábyrgð hins vegar fallið á bráðabirgðahúsbóndann.34 Þegar maður, sem starfar í þágu bráðabirgðahúsbónda, veldur tjóni, myndi ábyrgð yfirleitt aðeins verða lögð á annan vinnuveitandann, en óskipt ábyrgð gæti þó eftir atvikum komið til greina.35 4. EFNISÚTDRÁTTUR Að lokum verður gefið stutt yfirlit yfir efni 1.—3. kafla. I 1. kafla ségir m.a. lauslega frá nokkrum skilyrðum hinnar al- mennu ólögfestu reglu um ábyrgð vinnuveitanda á sök starfsmanna. Viðfangsefni ritgerðarinnar er greinargerð um hvers eðlis samband vinnuveitanda og starfsmanns þurfi að vera til þess að hinn fyrrnefndi sé bótaskyldur eftir reglunni um vinnuveitandaábyrgð. Einungis er rætt um ábyrgð utan samninga og eigi er fjallað um bótaábyrgð, sem ópersónulegir réttaraðilar geta bakað sér vegna tjóns af saknæmri og ólögmætri hegðun æðstu stjórnenda sinna. Vinnuveitandi ber ekki aðeins ábyrgð vegna launþega, sem eru í vinnu hjá honum, heldur einnig annarra manna, sem vinna eitthvert verk í þágu vinnuveitandans. Réglunni um vinnuveitandaábyrgð eru 33 Hellner, bls. 103 og Nygaard, bls. 123. Skaðabótaskylda var þó lögð á báða aðila í dómi bæjarþings Reykjavíkur frá 14. nóvember 1956 í málinu nr. 158/1955, Guðmundur Benediktsson gegn Guttormi Erlendssyni vegna A.B. Gravmaskiner, Östlunds Bygnads A.B. og E. Pihl & Sþn og borgarstjóranum i Reykjavík vegna Rafmagnsveitu Reykja- víkur og Sogsvirkjunar. Þar var dæmt um bótakröfu verkamanns, er slasaðist vegna gáleysis jarðýtustjóra. I dóminum, sem ekki var áfrýjað, segir: „Jarðýta sú, sem um er rætt, var eign stefnda Fosskraft og sá, er henni stjórnaði, var starfsmaður þess aðila. Starf það, sem unnið var að, var á hinn bóginn framkvæmt í þágu stefndu Sogsvirkj- unarinnar og á hennar vegum, að því er virðist, og stefnandi var starfsmaður þess aðila. Að svo vöxnu máli þykir eðlilegast, að stefndu beri in solidum fébótaábyrgð gagnvart stefnanda ...“ 34 Hellner, bls 103. í Danmörku hafa dómstólar upp á síðkastið horfið frá fyrri stefnu varðandi það álitaefni, er hér um ræðir, sbr. dóma, sem vitnað er til í neðan- málsgrein 16 og Jprgensen og Nprgaard, bls. 101—2. 35 Vinding Kruse, bls. 236. í bæjarþingsdóminum, sem getið er í nmgr. 30, eru aðilar dæmdir til að greiða bætur óskipt. 73

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.