Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 12
færi eða tæki, er þeir nota við vinnuna, gagnstætt því sem títt er um
verktaka. Þegar maður notar sín eigin áhöld við starf, bendir það yfir-
leitt til þess, að hann sé verktaki, einkum ef tækin eru dýr eða marg-
brotin, t.d. stórvirkar vinnuvélar, sbr. Féld. 1975, 248, sem getið er
síðar í þessum kafla. Engin vísbending í þá átt felst þó í því, að aðstoð-
armaður sjái sér fyrir áhöldum, þegar það er venja launþega í ákveð-
inni starfsgrein. Léggi sá, sem unnið er fyrir, til verkfæri bendir það
til vinnusamnings.
(3) Persóna vinnanda. Það er talið eitt aðaleinkenni vinnusamninga,
að launþegi hefur almennt ekki rétt til að setja annan aðila í sinn stað.
Þegar vinnandinn er skuldbundinn til að inna starf af hendi sjálfur,
eru þess vegna nokkrar líkur fyrir því, að viðsemjandi hans beri vinnu-
veitandaábyrgð á honum. Sé vinnanda heimilt að fela starfið öðrum,
bendir það til þess, að hann sé sjálfstæður atvinnurekandi, sjá Féld.
1975, 248. 1 reynd eru aðstæður oft þannig, að þessi atriði eru ekki
til neinnar leiðbeiningar. Það getur t.d. falist í verksamningi, að verk-
sali skuli vinna verkið sjálfur og launþega kann, við sérstakar aðstæð-
ur, að vera heimilt að setja annan mann í sinn stað.
(4) Aðstoðarmaður hefur sjálfur menn í vinnu. Þégar aðstoðarmaður
eins vinnuveitanda hefur menn í vinnu fyrir eigin reikning, er að öðru
jöfnu ekki unnt að líta á hann sem starfsmann í merkinu reglunnar
um vinnuveitandaábyrgð. Maður, er innir starf af hendi í nafni eigin
fyrirtækis, án þess að hafa aðra í vinnu, yrði jafnvel talinn verktaki
sökum þess að hann kemur fram sem sjálfstæður atvinnurekandi.
(5) Aðild að hagsmunafélagi. Það, hvort vinnandi er í stéttarfélagi21
eða vinnuveitendafélagi, getur ásamt öðrum atriðum gefið til kynna
hvers eðlis tiltekið starf hans sé. Komið getur fyrir, að óljóst sé, hvort
tiltekinn félagsskapur sé samtök launþéga eða sjálfstæðra atvinnurek-
enda, sbr. Hrd. 1978, 772.
(6) Starfsréttindi, löggilding. Því hefur verið haldið fram, að þegar
um er að ræða verk, þar sem tiltekinna réttinda eða löggildingar er
krafist að lögum af þeim, sem stendur fyrir slíku verki, þá sé því að-
eins um verksamning að ræða, að sá, er verkið vinnur, hafi tilskilin
réttindi.22 Þó að þetta hafi vafalaust nokkurt leiðbeiningargildi í skaða-
bótarétti, verður að líta svo á, að „réttindalaus“ maður geti verið svo
21 Orðið stéttarfélag merkir hér félag launþega, sbr. Hákon Guðmundsson, Kjara-
samningar, Tímarit lögfræðinga 1974, bls. 77.
22 Hitt er annað mál, að oft yrði sá, sem unnið er fyrir, talinn hafa sýnt af sér sök,
er hann valdi réttindalausan mann til verksins.
58