Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 37
gæsluvarðhaldsheimild sé í 1. tölulið. Ef hann yrði afnuminn, mætti
allt eins leggja niður gæsluvarðhald.
Hér í Reykjavík er venjulegast, að sökunautur sé á dómþingi, er
úrskurður um gæsluvarðhald er kveðinn upp. Jafnframt er sökunaut
þá bent á kærurétt til Hæstaréttar og rétt til að fá skipaðan verjanda,
á meðan á gæsluvarðhaldi stendur eins og boðið er í 81. gr. og 174. gr.
Spurning kann að vera, þegar hér er komið, hvort rétt sé að prófa
sökunaut, sem óskað hefur eftir verjanda, fyrr en verjanda nýtur við.
Sumir hafa talið rétt að fresta prófun sökunauts, þar til verjanda er
fært að rækja starfa sinn. Aðrir hafa verið á annarri skoðun. Hitt
er víst, að rannsókn hefur farið fram, eftir að ósk um verjanda hefur
komið fram, en áður en gengið hefur verið formlega frá skipun eða
vitneskja um skipunina hefur komist til verjanda. Nú segir í 86. gr.,
eins og henni hefur verið breytt með 1. nr. 107/1976, að grunaður
maður, sem hefur fengið skipaðan réttargæslumann, eigi rétt á því,
að réttargæslumaður sé viðstaddur yfirheyrslur hjá rannsóknarlög-
reglu, enda þyki það hættulaust vegna rannsóknar málsins. Þetta
atriði úrskurðar dómari, ef ágreiningur verður. I sömu lagagrein segir,
að verjanda sé heimilt að vera við prófun sökunauts í dómi, enda þyki
dómara það hættulaust vegna rannsóknar málsins. Ekki er beinlínis
talað um viðverurétt við vitnaleiðslur, en sé sökunautur í gæsluvarð-
haldi, sýnist þörf nærveru verjanda vera jafn nauðsynleg. Verjanda
ber að gæta réttar sökunauts á meðan hann sætir varðhaldi og er
heimilt að tala við hann einslega, þegar hann er í gæslu, nema dómari
telji, að rannsókn torveldist fyrir það.
í 80. gr. laganna eru ýmis ákvæði um skipun verjanda eða réttar-
gæslumanns í öðrum tilvikum. Notkun orðanna verjandi og réttar-
gæslumaður virðist nokkuð ruglingslegt í lögum, en ekki verður talið,
að réttarstaða lögfræðings sé mismunandi eftir því hvort orðið lögin
nota. Nokkuð algeng venja við dómstóla og hjá lögmönnum er að kalla
lögmann, sem starfar við rannsókn máls fyrir útgáfu ákæru, réttar-
gæslumann, en eftir útgáfu ákæru, að hann sé kallaður verjandi. Grein-
in gerir að sjálfsögðu ráð fyrir, að verjandi sé ætíð skipaður, ef mál
er sótt og varið samkvæmt 130. gr. Annars er lögskylt að skipa verj-
anda ýmist eftir ósk sökunauts eða án óskar hans. Samkvæmt ósk ber
að skipa verjanda, auk þess tilviks, að sökunautur sæti gæsluvarð-
haldi, þégar hann er sakaður urn brot, er að lögum getur valdið honum
missis þjóðfélagsréttinda, brot getur varðað 50.000 kr. sekt eða tveggja
mánaða refsivist eða verulegri eignaupptöku, miðað við efni sakborn-
ings. Án óskar ber eða er hægt að skipa réttargæslumann hvarvetna
83