Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 32
er rétt að benda á, að við breytinguna fékk rannsóknarlögregla ríkisins engar aðrar nýjar heimildir til að fást við brotamenn en lögreglan hafði áður, ef undan eru skildar nýjar reglur um lögsagnarumdæmi eða lög- sögu rannsóknarlögreglunnar, þar sem hún er ekki háð sömu staðar- legum takmörkunum og eldri lögregla. Ef sú fullyrðing, að staða sak- borninga hafi verið gerð verri, væri rétt, þýddi það í rauninni, að rétt- arframkvæmd hefði verið breytt sakborningum í óhag en ekki laga- reglum. Eins og áður greinir verður hér aðallega rætt um stöðu ófrjálsra sak- borninga. Þá þarf að gera mun á handteknum mönnum og gæsluföng- um. Þeir fyrrnefndu hafa jafnan verið taldir réttminnstir og réttar- staða þeirra hefur lítt verið ákveðin í lögum. Þó eru í VIII. kafla rétt- arfarsláganna allítarlegar reglur um heimild og eftir atvikum skyldu til að handtaka menn. En réttaróvissan og e.t.v. réttleysið byrjar fyrst, eftir að maður hefur réttilega verið handtekinn. Nánast eini umtals- verði lögbundni rétturinn, sem hann hefur, er sá, að skylt er að leiða hann „án undandráttar“ fyrir dómara. En hvað er „undandráttur“ og hvar stendur maðurinn á meðan lögreglunni er vítalaust að leiða hann ekki fyrir dómara? „Án undandráttar“ er mjög afstætt hugtak og verður tímabil þetta vart ákvarðað í klukkustundum. Hins vegar er margt til leiðbeiningar og verða aðstæður hér í Reykj avík þá hafðar í huga fyrst og fremst. I byrjun má nefna, að dragi lögreglan að leiða mann fyrir dómara í meira en 24 klukkustundir mundi örugglega vera að því fundið, nema mjög mikilsverðar ástæður væru fyrir hendi, t.d. ákærði væri vegna ölvunar eða annarrar vímu ekki fær um að mæta til yfirheyrslu eða hann hefði upphaflega verið handtekinn fyrir mjög lítilfjörlegt brot, en síðar beindust grunsemdir að honum fyrir aðild að stórglæp, sem lögreglan hefði haft skamman tíma til að kanna. Raunhæft dæmi um slíkt get ég nefnt. Kveikt var fyrir skömmu í Reiknistofu háskólans að næturlagi. Að morgni næsta dags var maður handtekinn sökum ölvunar fjarri brunastað. Enginn sérstakur grunur um íkveikju var þá á manninum. Síðari hluta dags féll slíkur grunur á manninn, og tók lögreglan strax til óspilltra mála til að staðreyna gruninn og átta sig á stöðunni. Þessi maður kom ekki fyrir dóm fyrr en næsta morgun og var þá búinn að vera í vörslu lögreglunnar, al- mennu lögreglunnar og rannsóknarlögreglunnar, í eða rúman sólar- hring. Tel ég þetta eins og á stóð vera vítalaust. Þótt telja verði, að dráttur fram yfir 24 klukkustundir verði almennt að teljast vítaverður og reyndar ólögmætur má ekki gagnálykta og telja skemmri tíma almennt heimilan lögreglunni. Slíkt hlýtur að fara 78

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.