Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Síða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Síða 34
19. gr. láganna segir, að ef brot eru framin, sem börn eða ungmenni innan 18 ára, (sbr. hins vegar 5. mgr. 40. gr. laga nr. 74/1974, 16 ára) eru viðriðin, ber löggæslumanni og dómara þegar í stað að tilkynna það barnaverndarnefnd og veita henni þess kost að fylgjast með rann- sókn málsins og láta nefndarmenn, fulltrúa eða annan starfsmann vera viðstaddan yfirheyrslu. Getur dómari krafist þess, ef honum þykir þörf. Einnig mætti e.t.v. nefna hér 25. gr. laga um Háskóla Islands nr. 84/1970, en þar segir: „Nú er hafin réttarrannsókn gegn skrásettum háskólastúdent fyrir háttsemi, sem talin er varða við almenn hegningaríög, og skal dómari þá tilkynna það rektor þegar í stað. Rektor eða fulltrúa hans er heimilt að vera viðstaddur dómþing, þegar svo stendur á.“ Ofangreind tvö ákvæði eru að vísu til orðin vegna mismunandi for- sendna. Hið fyrra er ótvírætt sett vegna hagsmuna ungmennis, sett því til verndar, en hitt mun fremur vera sett vegna Háskólans (sbr. 2. mgr. 25. gr.), þótt stúdent sé að vísu nokkur vernd í því. A.m.k. var þetta áður fyrr talið til sérréttinda háskólastúdenta. Miðað við að- stæður nú þykir mér líklegast, að stúdentar kæri sig lítt um, að há- skólayfirvöldum sé blandað í slík ævintýri þeirra. Þessi ákvæði bæði eru undantekningarákvæði og væru óþörf, ef fyrir hendi væru reglur um almenna skyldu lögreglu og dómara að tilkynna ákveðnum aðilum um handtökur og aðrar aðgerðir í opinberum málum. Rétt er að víkja að því næst, hvaða réttindi handtekinn maður og raunar aðrir sakborningar eiga, svo og yfirheyrðir menn almennt, þar sem þessi atriði fléttast saman á ýmsan hátt. Þá meginreglu íslensks réttarfars, að maður skuli teljast saklaus uns sekt hans er sönnuð, verður að telja grundvöll allra annarra reglna um réttindi sökunauts. Sú regla er lögfest í 108. gr. oml., þar sem segir, að sönnunarbyrði um sekt sökunauts og atvik, sem telja má honum til óhags, hvíli á ákæruvaldinu. Þessi régla kemur víðar fram og er sterklega undirstrikuð í 39. gr og 79. gr. laganna. 1 þeirri fyrri segir: „Lögreglumenn skulu stöðugt miða alla rannsókn sína við það, að leiða hið sanna og rétta í ljós í hverju máli, sem þeir hafa til meðferðar, og rannsaka jöfnum höndum þau atriði, sem benda til sektar sakaðs manns og sýknu“. 1 seinni greininni segir: „Hlutverk sækjanda er að stuðla að því, að hið sanna og rétta komi í ljós“. Hins vegar ber sak- borningi engin skylda til að hjálpa til við að upplýsa það brot, sem hann er sakaður um. Kemur sú regla fram í 40. gr. og 77. gr. 1 þeim fyrri segir: „Sökuðum manni, sem lögreglumenn yfirheyra, skal á það bent, að honum sé óskylt að svara spurningum, er beinlínis varða brot 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.