Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Síða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Síða 8
hér um að ræða ábyrgðarreglu, sem tekur til fleiri aðila en vinnu- veitenda í þrengstu merkingu þess orðs. 1 íslenskum og dönskum skaðabótarétti er orðið vinnuveitandi al- mennt notað í svo rúmri merkingu, að það nái til allra, sem láta annan mann vinna fyrir sig eitthvert verk eða rækja eitthvert erindi.8 Eigi skiptir máli um vinnuveitandaábyrgðina, hvort starfsmaður þiggur laun eða er ólaunaður eða hvort hann starfar um lengri eða skemmri tíma. Til þess að vinnuveitandinn verði gerður ábyrgur vegna skaða- verka vinnandans þurfa tengsl þeirra þó að vera með þeim hætti, sem nánar verður vikið að hér á eftir. Með hliðsjón af framangreindu má slá því föstu, að reglan um ábyrgð vinnuveitanda takmarkist ekki við tjón af völdum launþega, er starfa í þjónustu „atvinnuveganna,“ þ.e. framleiðslu- eða þjónustustarfsemi, sem rekin er með arðsvon fyrir augum.9 Vinnuveitandaábyfgð getur líka fallið á aðila, sem hefur mann í þjónustu sinni utan eiginlegs at- vinnurekstrar, t.d. íþrótta- eða líknarfélag, sem hefur sjálfboðaliða í þjónustu sinni og foreldra, sem fá ungling til að gæta barns síns eina kvöldstund. Foreldrar bera almennt ekki vinnuveitandaábyrgð á skaðaverkum barna sinna, t.d. er barn að leik veldur slysi sbr. Hrd. 1974, B56. Hins vegar geta foreldrar að sjálfsögðu orðið bótaskyldir eftir reglunni um vinnuveitandaábyrgð, þegar barn veldur tjóni í atvinnurekstri foreldr- is, t.d. er það hjálpar til í veitingahúsi, er foreldrarnir reka. Hér geta komið upp ýmis takmarkatilvik. Til dæmis er eigi ljóst, hvort dóm- stólar myndu telja foreldri bótaskylt eftir reglunni um vinnuveitanda- ábyrgð vegna athafna barns, sem vinnur við venjulegt viðhald á íbúð- arhúsi fjölskyldunnar. Börn á sveitaheimilum hafa sérstöðu, vegna þess að flestöll aðstoð við foreldrana er í beinum tengslum við rekstur búsins. Við þær aðstæður myndi bótaskylda falla á bóndann að öðrum skilyrðum uppfylltum. Úr því að vinnuveitandaábyrgð er ekki takmörkuð við skaðaverk 8 T.d. Ólafur Lárusson, bls. 41 og Vinding Kruse, bls. 232. Eftir norsku og sænsku skaðabótalögunum frá 1969 og 1972 (um þau almennt fjallar Arnljótur Björnsson, Al- menn skaðabótalög á Norðurlöndum. Tímarit lögfræðinga 1977, bls. 168—194) er bóta- ábyrgð vinnuveitanda álíka víðtæk að þessu leyti og hinar ólögfestu reglur um vinnu- veitandaábyrgð í íslenskum og dönskum rétti, sbr. Kristen Andersen, Skadeforvoldelse og erstatning, 2. útg., Oslo 1974, bls. 221 o. áfr. og Hellner, bls. 98 o.áfr. 9 Ríki, sveitarfélög og stofnanir þeirra bera í ríkum mæli vinnuveitandaábyrgð vegna opinberrar starfsemi (opinberrar sýslu), en nokkrir hæstaréttardómar benda til þess, að hið opinbera beri ekki ábyrgð í öllum tilvikum, þegar tjón verður rakið til sakar starfsmanna í opinberri sýslu. 54

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.