Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 38
þar sem matsmenn eiga að staðfesta framburð eða matsgerð að söku- naut fjarstöddum. Svo er og ef sökunautur er að áliti dómara sérstak- léga sljór eða skilningslítill eða haldinn annmörkum, sem torvelda skynjun hans, svo sem sjóndepru, málleysi eða heyrnarleysi, söku- nautur er undir 18 ára aldri eða honum er svo farið að öðru leyti eða framkoma hans fyrir dómi slík, að dómari telji skipun réttargæslu- manns heppilega. Athyglisvert er, að öll ofangreind ákvæði voru miðuð við dóms- rannsókn, en ekki lögreglurannsókn. Því var t.d. æsku- eða annmarka- manni ekki áskilinn slíkur réttur að lögum við lögreglurannsókn. Úr þessu var að nokkru bætt með lögum nr. 107/1976, því að nú er dómara heimilt að skipa sökunaut réttargæslumann við rannsókn hjá rann- sóknarlögreglu. Hins vegar er það ekki skylt eins og við dómsrann- sókn. Er því gildi viðbótarákvæðisins ekki eins mikið og skyldi, þar sem nauðsynin virðist hér ekki vera minni. Það er umhugsunarefni, að hvarvetna þar sem rætt er um lögfræði- aðstoð manna í oml., virðist nánast aðeins vera gert ráð fyrir skipuðum verjendum eða réttargæslumönnum, en ekki beinlínis gert ráð fyrir, að sakborningar ráði sér lögfræðinga til aðstoðar, einn eða fleiri, sbr. þó 3. mgr. 81. gr. Hvergi er heldur vikið að því, að vitni kunni að þurfa á lögfræðiaðstoð að halda við þátttöku í réttarhöldum. Af þessu má að sjálfsögðu ekki gagnálykta og telja slíka lögfræðiaðstoð illa séða eða óheimila, enda hefur slíkt aldrei verið talið af dómstólum. Ýmsar venjur, meginreglur, eðli lögmannsstarfs, sanngirni og eðli máls al- mennt hafa fyllt hér upp í, og veit ég ekki til að nein vandræði hafi hlotist af þessari lagaþögn. Ég held, að sakborningum, vitnum og lög- fræðingum þeirra beri siðferðilegur réttur til að fá þessa réttarstöðu að einhverju leyti lögfesta, þannig að þeir eigi sitt ekki undir lögreglu- mönnum ög dómurum. Dómarar mundu fagna meiri þátttöku lögmanna í opinberum málum. Það mundi auka réttaröryggi, fyrirbyggja mis- skilning og tortryggni og greiða fyrir jákvæðri þróun opinbers réttar- fars, sem er þrátt fyrir ýmsar endurbætur enn að veigamildu leyti að stofni til frá árinu 1951. I nýlegri ályktun stjórnar Lögmannafélags Islands kemur fram sú skoðun, að staða sakborninga í opinberum málum hafi versnað við síðustu breytingar. Einkum var bent á, að menn töldu gæsluvarðhaldi vera beitt í ríkara mæli en áður og úrskurðir um gæsluvarðhald væru auðfengnari. Mér sýnist á hinn bóginn, að þessu sé öfugt farið. Áður gat staðan verið sú, að dómari bar beina eða óbeina ábyrgð á rann- sókninni. Undir þeim kringumstæðum hlaut það að vera mannlegt að 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.