Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 19
Hrd. 1953, 175. Bifreið skemmdist, er henni var ekið í hrossahóp.
Þrír starfsmenn Hrossasölusambands Skagfirðinga og Hún-
vetninga ráku hrossahóp eftir þjóðvegi. Flest hrossin voru eign
sambandsins. I hópnum var reiðhestur bónda nokkurs, er beðið
hafði rekstrarmennina að koma með hestinn til Akureyrar. Reið-
hesturinn varð fyrir bifreið og drapst. Rekstrarmennirnir voru
taldir eiga nokkra sök á hvernig fór, en bóndinn var sýknaður
af bótakröfu bifreiðareigandans. Segir m.a. í dómi: hann „bar
enga ábyrgð á hegðun rekstrarmanna."
Ljóst er, að það var ekki á valdi bóndans að hafa eftirlit með rekstr-
armönnum eða segja fyrir um, hvernig þeir ættu að haga sér við verkið.
Rekstrarmennirnir voru í vinnu hjá hrossasölusambandinu og virðast
hafa tekið hestinn með í greiðaskyni. Þegar litið er til hinna lausu
tengsla bóndans og rekstrarmanna sýnist mega álíta þá sjálfstæða
framkvæmdaaðila gagnvart bóndanum. Það álit samrýmist niðurstöðu
Hæstaréttar, en rétturinn rökstyður á engan hátt hvers vegna hann
telur bónda ekki bera ábyrgð á rekstrarmönnunum.
Hrd. 1963, 71. Skurðgröfustjóri slasast við viðgerð á gröfu í eigu
Vélasjóðs ríkisins.
Vélasjóður ríkisins réð tvo verkamenn til að stjórna einni af
skurðgröfum sjóðsins við vinnu víðs vegar um landið. Var skurð-
grafan notuð í þágu ýmissa aðila. Eitt sinn, er verkamennirnir
unnu að viðgerð á gröfunni, slasaðist annar þeirra af völdum
gáleysis hins. 1 umrætt sinn höfðu þeir lokið við skurðgröft fyrir
ræktunarsamband Breiðdæla og Beruneshrepps. Næsta verkefni
þeirra átti að vera gröftur vegarskurðar fyrir annan aðila. Skrif-
legir samningar um leigu á skurðgröfunni voru ekki gerðir, þó
að það væri skylt skv. ákvæðum reglugerðar nr. 92/1951, sem
þá gilti. Ekki var heldur leitt í ljós við hvern hafði verið samið
um gröft vegarskurða eða með hverjum hætti þeir samningar
voru. Vélasjóður átti skurðgröfuna og ósannað var, að grafan
hafi verið í leiguumráðum annarra, er slysið bar að. Fram kom,
að fyrirsvarsmenn Vélasjóðs réðu gröfumenn til starfa og þeir
höfðu um flest í starfi sínu samband við þá, án þess að glögglega
kæmi fram, að það væri í umboði annarra aðila. Var ræktunar-
sambandið því sýknað af slysabótakröfu slasaða. Jafnframt var
talið, að Vélasjóður bæri ábyrgð á skaðaverkum gröfumanna.
Fyrirsvarsmenn sjóðsins völdu menn til starfsins og héldu fyrir
65