Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 26
upp, þegar launþegi, sem ráðinn er hjá einum vinnuveitanda (aðal-
húsbónda), veldur tjóni við vinnu í þágu annars vinnuveitanda (bráða-
birgðahúsbónda). Það á sér einkum stað, er bráðabirgðahúsbóndinn
fær starfsmann, einn eða fleiri, „að láni“ eða „á leigu“ hjá aðalhús-
bóndanum. Rís þá spurning um, hvort aðalhúsbóndinn eða bráða-
birgðahúsbóndinn sé vinnuveitandi verkamannsins. Hér myndi í raun
og veru oftast vera um að ræða sömu spurninguna og áður var fjallað
um, þ.e. hverjir teljist starfsmenn vinnuveitanda eftir reglunni um
vinnuveitandaábyrgð.28 Skal þetta skýrt nánar. Ef maður fær annan
mann til að vinna verk fyrir sig, vaknar spurning um, hvort hinn
síðarnefndi (hjálparmaðurinn) er starfsmaður eða sjálfstæður verk-
taki. Vinni hjálparmaðurinn hins vegar verk þetta ekki sjálfur, held-
ur feli það einhverjum starfsmanna sinna, er álitaefnið sambærilegt
frá sjónarhóli skaðabótaréttar, þ.e. hefur hjálparmaðurinn falið verkið
í hendur sjálfstæðum aðila, sem einn ber ábyrgð á tjóni, er hann veldur
við vinnuna, eða er hjálparmaðurinn sjálfur að vinna verkið með að-
stoð starfsmanns, sem háður er stjórn hans og skipunarvaldi?29
Á Norðurlöndum hefur almennt verið talið að þegar taka þarf af-
stöðu til þess, hvort aðalhúsbóndi eða bráðabirgðahúsbóndi sé bóta-
skyldur, vegi það einkum þungt á metunum, hvor aðilinn hefur skip-
unarvaldið, stjórnunarréttinn, réttinn til að hafa eftirlit með starfs-
manni o.s.frv.30 Þessi atriði þykja þó ekki fullkominn mælikvarði í
öllum tilvikum. Hér getur líka fleira komið til, svo sem hvort hinir
,,lánuðu“ eða „leigðu" starfsmenn eru ólærðir verkamenn eða hafa sér-
staka menntun eða sérkunnáttu. Að öðru jöfnu myndi vinnuveitanda-
ábyrgðin síður færast á bráðabirgðahúsbóndann ef um sérþjálfaða
kunnáttumenn er að ræða.31 Ennfremur koma til greina almenn sjón-
armið um það á hvorum atvinnuveitandanum eðlilégra sé að tjónið
lendi.32
Algengt er að vinnuvélar, svo Sem vélkranar, jarðýtur og dráttar-
vélar séu leigðar með stjói'nanda, sem er fastur starfsmaður eiganda
tækisins. Stundum er ljóst, að vélareigandi tekur verkefni að sér sem
sjálfstæður verktaki og má þá yfirleitt slá föstu, að hann beri einn
28 Sem dæmi um hve viðfangsefnin, sem 2. og 3. kafli ritgerðar þessarar fjalla um,
fléttast saman, má benda á dómana í „Geislahitunarmálunum," sbr. 2.3. hér á undan.
29 Atiyah, bls. 158.
30 T.d. Hellner, bls. 103.
31 J0rgen Trolle, Risiko & skyld i erstatningspraxis, 2. útg., Khöfn 1969, bls. 249—250.
32 Vinding Kruse, bls. 235—6 og J0rgensen, bls. 127.
72