Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 33
eftir alvarleika brots, tiltækum gögnum, ástandi sökunauts og hvernig lögreglan hefur nýtt tímann til að varpa ljósi á málavexti, hve mikill tiltækur mannskapur er til rannsókna, önnur verkefni og fleiri atriði. Aðalsjónarmiðið hlýtur að vera, að lögreglan veigri sér ekki við, held- ur kappkosti að leiða mann sem allra fyrst fyrir dómara, ef ekki liggur fyrir, að aðeins þarf að hefta frelsi hans um takmarkaðan tím. Það má geta þess hér, að á meðan sakadómaraembættið var einnig að hluta til lögreglustofnun, þá var framkvæmdin sú, að manni var að jafnaði sleppt innan 24 klukkustunda eftir handtöku eða hann úrskurðaður í gæsluvarðhald innan þess tíma. Með þessum hætti voru hinir tveir sjálfstæðu frestir í 65. gr. stjórnarskrárinnar sameinaðir í einn, og verður að telja að sú venja og túlkun hafi verið sakborningum mjög í hág, miðað við hinn valkostinn, að láta fyrri frestinn renna sjálfstætt út fyrst og síðan hinn seinni. Af framansögðu er Ijóst, að handtekinn maðurinn getur verið lög- lega töluverðan tíma mjög svo á valdi lögreglu, án þess að dómari hafi hugmynd um og eigi reyndar nokkurn lögmæltan rétt til að hafa vitneskju þar um. Hvar stendur slíkur handtekinn maður á þessu tímabili? Honum er ekki almennt lögmætur réttur til þess að hafa samband við sína nánustu símleiðis og enn síður augliti til aúglits. Lögreglu er ekki skylt að tilkynna um handtökuna til heimilis hins handtekna, enda gæti vitneskja um slíkt oft spillt rannsókn máls, þar eð slíkt má oft ekki berast til meðsekra, sem þá kynnu að forða sér eða spilla gögnum. Einnig ber að hafa í huga, að vandamenn manns, sem einn fremur afbrot geta á ósaknæman hátt haft vitneskju um það og vitað af sönnunargögnum, sem hægt væri að koma undan. Þá á slíkur handtekinn maður ekki lögskipaðan rétt til að hafa samband við lögfræðing. Lögfræðingurinn myndi af mannúðarástæðum vænt- anlega hafa samband við vandamenn og skýra frá handtöku, en sú vitneskja kynni síðan, án vitundar lögmanns, að hafa ofngreind áhrif. Þótt það virðist í fljótu bragði vera ómannúðlégt að leyna handtöku grunaðs manns, verður að hafa í huga, að vitneskjan ein um handtök- una getur spillt sakargögnum og jafnvel eyðilagt rannsókn máls, þótt vandamenn eða lögmenn ætli sér ekki neitt slíkt. Þó tel ég, að ofan- greint réttleysi sé meira í orði en á borði, því að framkvæmdin mun sú, að vandamönnum er gert viðvart, ef þess er nokkur kostur vegna rannsóknarhagsmuna máls. Sérreglur eru þó til um slíka tilkynningar- skyldu. Rétt er í þessu samband að geta um sérstök réttindi ungmenna yngri en 18 ára í lögum nr. 53/1966 um vernd barna og ungmenna. 1 2. mgr. 79

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.