Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 7

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 7
2. STARFSMENN, SEM BAKAÐ GETA VINNUVEITANDA BÓTASKYLDU 2.1. Fræðikenningar Venjulega leikur lítill vafi á, hverjir teljast starfsmenn vinnuveit- anda í þessu sambandi. Þetta getur þó stundum verið deiluefni. Vinnuveitandi ber fyrst og fremst ábyrgð vegna launþega, sem eru í vinnu hjá honum. Einu gildir hvort um yfirmenn eða undirmenn er að ræða. Munu og langflest tilvik vinnuveitandaábyrgðar í framkvæmd vera svo vaxin, að launþegi hefur valdið tjóni. Þess vegna er á Norð- urlöndum algengt að tala um „ai'bejdsgiveransvar“.4 Annars er nafn á þessu réttaratriði nokkuð á reiki á Norðurlöndum. Það er ýmist nefnt „h u sbon dsan s var, ‘ ‘ „principalansvar," „arbejdsgiveransvar“ eða „arbeidsherreansvar.“5 I vinnurétti merkir hugtakið launþegi ekki hið sama í öllum sam- böndum, en almennt er launþegi talinn vera sá, sem á rétt til orlofs skv. orlofslögum, rétt til forgangs í búi vegna ógreiddra launa o. s. frv.6 Reglan um vinnuveitandaábyrgð er ekki einskorðuð við ábyrgð á mönnum, sem teljast launþegar í merkingu vinnuréttar.7 Enn síður takmarkast hún við starfsmenn, sem einstök lög á sviði vinnuréttar eða vinnumarkaðsréttar taka til, svo sem lög nr. 19/1979 um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum .. ., lög nr. 88/1971 um 40 stunda vinnuviku, lög nr. 9/1974 um starfskjör launþega o.fl., lög nr. 31/1974 um ríkisábyrgð á launum við gjaldþrot, lög nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og lög nr. 46/1973 um kjara- samninga opinberra starfsmanna. Enginn vafi leikur á, að vinnuveitandi ber bótaábyrgð vegna ýmissa annarra starfsmanna en þeirra, sem eru beinlínis launþegar. Er því 4 Sbr.. t.d. A. Vinding Kruse, Erstatningsretten, 3. útg., Khöfn 1976, bls. 228 og Erling Selvig, Det sákalte husbondsansvar, Oslo 1968, bls. 8. Sjá og 2. kafla norsku skaðabóta- laganna nr. 26, 13. júní 1969 og 3. kafla sænsku skaðabótalaganna nr. 1972:207, sbr. lög nr. 1975:404. 5 Selvig skipar í fyrrnefndu riti sínu fræðiheitum með nokkuð öðrum hætti en verið hefur, þegar fjallað er um skaðabótaábyrgð manna á verkum annarra aðila. Notar hann fleiri fræðiheiti en áður gerðist og varpar þannig oft skýrara ljósi á ýmis álitaefni, sem tengd eru vinnuveitandaábyrgðinni, ábyrgð á sjálfstæðum framkvæmdaaðilum o.fl. Að sumu leyti flækir þó notkun Selvigs á hugtökum mál hans, ekki síst vegna þess að skilgreiningar hans á nokkrum þeirra eru ófullnægjandi. 6 Hellner, bls. 99. 7 Um hugtakið vinnusamningur sjá Gunnar Sæmundsson, Vinnusamningar, Tímarit lögfræðinga 1974, bls. 91. Um hugtakið launþegi sjá m.a. Axel Adlercreutz, Svensk arbetsratt, 3. útg., Lund 1971, bls. 19 o.áfr. 53

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.