Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 16
Hrd. 1965, 296. Maður féll d vinnupalli við Hörgshlið 26.
íbúðarhús var í smíðum. Húseig'andi var sýknaður af bótakröfu
múraranema, er slasaðist vegna vanbúnaðar vinnupalls. Segir í
dómi, að húseigandi hafi ráðið „útlærða fagmenn með full rétt-
indi til að standa fyrir verki þessu“ og verði honum því ekki
gefið að sök hvernig fór.
Hrd. 1972, 798. Slys við nýhyggingu þvottahussins Eimis i Síðu-
?núla 4.
Starfsmaður þvottahússins Eimis datt af vinnupalli. Trésmíða-
meistari, sem tekið hafði að sér að sjá um smíði hússins, var
talinn hafa verið svo sjálfstæður framkvæmdaaðili gagnvart
þvottahúsinu Eimi, að það bar ekki fébótaábyrgð á tjóninu, sem
varð vegna mistaka trésmíðameistarans eða starfsmanna hans.
Þessi sakarefni eru mjög lík. Húseigandi var í engu tilvikanna vinnu-
veitandi þeirra manna, sem töldust eiga sök á slysi tjónþola. Húseig-
andi gerði verksamning við einn eða fleiri verktaka og hafði ekki
nein þau afskipti af verkframkvæmdum, sem hér skipta máli, eins og
t.d. beina stjórn verksins eða eftirlit með vinnubrögðum, áhöldum eða
útbúnaði. Með dómunum er því slegið föstu, að sá, sem sjálfstæður
verktaki vinnur fyrir, er almennt ekki skaðabótaskyldur vegna athafna
verktakans eða starfsmanna hans. Segja má, að verkaskipting húseig-
anda og verktaka og réttarsamband þeirra yfirleitt, hafi í þessum þrem
dómum verið mjög einfalt. í öðrum tilvikum geta aðstæður verið
flóknari, sbr. t.d.
Hrd. 1957, 414. Slys við smiði KR-hússins i Reykjavík.
Knattspyrnufélag Reykjavíkur var dæmt bótaskylt að hluta
gágnvart trésmið, er meiddist við fall af þaki íþróttahúss félags-
ins við Kaplaskjólsveg. Slysið varð að nokkru rakið til skorts á
öryggisbúnaði. Efni samnings KR og trésmíðameistara þess, sem
sá um smíði hússins, var óljóst. KR taldi trésmíðameistarann
hafa verið verktaka og bæri félagið því ekki bótaábyrgð, enda
hafi trésmíðameistarinn ráðið tjónþola og sagt honum fyrir verk-
um. Trésmíðameistarinn taldi sig aftur á móti hafa verið ráðinn
til þess að vera verkstjóri við byggingu hússins. Fram kom, að
formaður íþróttaheimilisnefndar KR hafði stöðugt eftirlit með
byggingaframkvæmdum við húsið. Formaðurinn var sérfróður
um byggingamálefni (arkitekt) og má ráða af dóminum, að hon-
62