Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Side 30

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Side 30
Jón A. Ólafsson sakadómari: RÉTTARSTAÐA SAKAÐRA MANNA Erindi á fundi Lögfræðingafélags íslands 8. febrúar 1979 Undanfarið hefur átt sér stað nokkur umræða um, hvort réttarstaða sakaðra manna hafi spillst, eftir að Rannsóknarlögregla ríkisins tók til starfa. Eins og vænta má sýnist sitt hverjum í þessum efnum, og mun val málshefjenda hafa verið við það miðað, að fram kæmu menn, sem reynslu hefðu í þessum efnum frá mismunandi sjónarhornum. Mér skildist á formanni félagsins, að framsögur þessar ættu að vera fyrst og fremst grundvöllur umræðu um efnið, en ekki fræðileg úttekt á málinu, enda slíkt verkefni yfirgripsmeira en svo, að því verði gerð skil í stuttri framsögu eða á þeim tíma, sem til umráða hefur verið. Þegar talað er um réttarstöðu sakbornings í þrengri merkingu, eiga menn einkum við reglur um handtöku og gæsluvarðhald, sem allar hvíla á 65. gr. stj.skr., svo og rétt sakbornings til lögfræðiaðstoðar á meðan á slíku stendur. Sömuleiðis koma hér til skoðunar reglur um athafnafrelsi í’éttargæslumanna og verjenda. Verður hér einkum staldr- að við þessi atriði, en önnur atriði, er varða réttarstöðuna, svo sem reglur um frjálsa sakborninga, hald, leit o.fl., látnar mæta afgangi, enda hafa undanfarnar umræður ekki snúist um þau atriði að marki. Hafa verður í huga, að rannsókn opinbers máls snýst fyrst og fremst um það að afla gagna um sekt sökunauts og önnur atvik, sem eru hon- um í óhag. Jafnframt á hún að vera alhliða og óhlutdræg, þannig að kanna ber allt, sem sökunaut kann að vera til hagræðis. Þjóðfélagið hlýtur að leggja sig fram um að stemma stigu við andþjóðfélagslegri starfsemi og greiða fyrir að brot verði upplýst. Því hljóta rannsókn- arhagsmunir hins opinbera að vega hér þungt, og þjóðfélagið hefur því veitt rannsóknaraðilum ýmis mikilsverð úrræði til að fást við brota- menn, enda erfitt fyrir rannsóknarmenn að berjast við þá með aðra 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.