Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 46
sýnum, sé liður í rotnunarbreytingum, er verða við dauða eða geymslu sýna utan líkamans. Þess má hér geta, að yfirleitt er talið, að alkóhól myndist mun síður í þvagsýnum en í blóðsýnum, sem tekin eru úr líkum (sbr. Curry, 1972). Ef blóðsýni eru tekin úr lifandi mönnum og æskilegs hreinlætis er gætt, er ólíklegt, að örverugróður leiði til nýmyndunar alkóhóls, enda þótt sýnin séu geymd við stofuhita. Hitt er algengt, að þéttni alkóhóls fari minnkandi, þegar slík sýni eru geymd, einkum við stofuhita (sbr. Smalldon, 1973). Orsakir þessara breytinga er að hluta að rekja til örvera (rotnun), en að hluta til efnaskipta í rauðum blóðkornum, sem ekki verða með öllu felld undir rotnun. Curry (1972) og Smalldon (1973) mæla báðir með því, að notað sé 1% (w/v) natríumflúoríð til þess að rotverja blóðsýni og önnur sýni, sem tekin eru til ákvörðunar á alkóhóli. Smalldon (1973) leggur á það áherslu, að jafnvel þetta magn natríumflúoríðs hamli ekki með öllu umbroti alkóhóls eða minnkun í sýnum, er tekin væru úr lifandi mönn- um og geymd við stofuhita (20°). Hann fann þannig, að í flúorvörðum blóðsýnum minnkaði alkóhólmagnið jafnt og þétt og var að átta vik- um liðnum 10—15% lægra en í upphafi. Eftir það virtist alkóhólþéttnin minnka mjög hægt. Smalldon rekur þessi umbrot alkóhóls til oxunar í acetaldehýð, er fram fari í rauðum blóðkornum, eins og áður er drepið á. Leggur hann til, að notað sé ásamt natríumflúoríði önnur efni, svo sem natríumsúlfít eða natríumnítrít, til þess að hefta umbrot alkóhóls í rauðum blóðkornum. Við fyrri tilraunir, er fóru fram í Rannsóknastofunni á árunum 1973 og 1974 (sbr. texta), þótti hins vegar þegar sýnt, að fjórfalt meira magn natríumflúoríðs eða 4% (w/v) í blóðsýnum myndi gera nær sama gagn og 1% natríumflúoríð ásamt natríumsúlfíti eða natrí- umnítríti í tilraunum Smalldons. Varð því ofan á að notast einvörðungu við flúoríð í greindu magni í sýnaglösum. Af töflu 1 má þannig sjá, að geymsla blóðsýna í kæliskápi í allt að sjö vikur (glös B-B) leiðir til sáralítillar minnkunar alkóhólmagns. Póstflutningur sýna til og frá tveimur stöðum, er liggja fjarri Reykjavík, virðist hér engu breyta (sjá texta og töflu 2, glös C-C). Var ekkert einstakt mælingagildi utan þeirra vikmarka (tafla 1), er Skaftason & Jóhannesson (1975) hafa sett fyrir þá aðferð til greiningar á alkóhóli, er hér um ræðir. Verður því ekki annað séð en ending eða geymsluþol þessara sýna sé í góðu lagi miðað við aðstæður hér á landi. Niðurstöðutölur þeirra rannsókna, er hér greinir frá, gefa ótvírætt vísbendingu í þá átt, að lögregluyfirvöld taki tvö (eða fleiri) sýni úr 92

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.