Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Qupperneq 13

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Qupperneq 13
óháður þeim, sem hann vinnur fyrir, að hann yrði talinn sjálfstæður framkvæmdaaðili í merkingu reglunnar um vinnuveitandaábyrgð. Lög- mælt starfsréttindi vinnanda þurfa á hinn bóginn ekki að veita ástæðu til að ætla, að hann sé sjálfstæður atvinnurekandi. Lögmaður kann t.d. að vera launþegi í þjónustu aðila, sem hann flytur mál fyrir. (7) Fastur vinnutími. Sé samið um fastan vinnutíma, bendir það til vinnusamnings. Verktakar ráða almennt hvenær þeir framkvæma verk, en að sjálfsögðu eru þeir oft háðir samningsskilyrðum um verk- tíma. óreglulegur vinnutími (ásamt takmörkuðu sjálfræði um hvenær unnið er) þekkist einnig hjá launþegum og það atriði eitt ræður því ekki úrslitum, þegar skera á úr um, hvort maður sé launþegi eða verk- taki, sbr. Hrd. 1963, 71 (sjá 2.3. hér á eftir). (8) Samningstími, uppsagnarfrestur, laun í veikindaforföllum o.þ.h. Verktaki tekur venjulega að sér tiltekið eða tiltekin verk og eru eðli- leg lok starfs hans, þegar hann skilar verkefninu. Dæmigerður laun- þegi er hins vegar ráðinn til óákveðins tíma og eru aðilar oftast bundnir af uppsagnarfresti skv. samnihgi eða lögum. Þessi atriði veita þó naum- ast annað en veika vísbendingu, því að verksamningur getur miðast við tíma (t.d. tímabundinn farmsamningur) og launþegar eru stundum ráðnir til vinnu meðan verkefni endist (verkamenn njóta almennt ekki uppsagnarfrests eftir kjarasamningum fyrr en þeir hafa unnið í 3 mán- uði hjá atvinnurekanda). öðru máli gegnir, þegar manni er í samningi lieitið launum í veikinda- og slysaforföllum. Það bendir eindrégið til vinnusamnings. (9) Gjöld, sem reiknast af launum. I kjarasamningum er iðulega kveðið á um skyldu vinnuveitanda til að greiða ýmis gjöld, sem oftast eru reiknuð sem tiltekinn hundraðshluti af launum, svo sem gjald til sjúkrasjóðs verkalýðsfélags og orlofsheimilasjóðs. Séu þess konar gjöld greidd af þóknun til aðstoðarmanns vinnuveitanda er líklegt, að vinnu- veitandinn líti á aðstoðarmanninn sem launþega. Sama gildir, þegar aðstoðarmanninum er reiknað orlofsfé á laun. Ýmis gjöld, t.d. launa- skattur og slysatryggingariðgj ald skv. lögum um almannatryggingar (hundraðshluti af greiddum vinnulaunum), eru lögð á þá, sem hafa launþega í vinnu, en ekki á aðila, er greiða þóknun til sjálfstæðs at- vinnurekanda (verktaka). Af ýmsum ástæðum, t.d. þeirri að aðilar verksamnings hyggjast komast hjá skyldu til að greiða söluskatt, sbr. Hrd. 1957, 414, 417, er vafasamt að fyrirkomulag greiðslu „launa- tengdra“ gjalda sé til mikillar hjálpar, þegar svara á spurningunni um, hvort tiltekinn maður sé starfsmaður í merkingu reglunnar um vinnuveitandaábyrgð. 59

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.