Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 24
stöðu til þessarar málsástæðu, en í sératkvæði eins dómara segir,
að dyravörðurinn hafi í umrætt sinn verið við dyravörslu 1 þágu
og þjónustu veitingahússins. Beri eigandi þess því skaðabóta-
ábyrgð á athöfnum dyravarðarins við það starf.
Það mun tíðkast, að veitingahús ráði lögreglumenn til dyravörslu.
Taka þeir þá það starf að sér utan vinnutíma síns í lögreglunni og
gegn fullri greiðslu frá veitingahúsi því, sem þeir vinna hjá. Ekki eru
þeir einkennisklæddir við dyravörsluna. Athafnir slíkra dyravarða
eru lögreglunni alveg óviðkomandi, enda hefur hún almennt ekki frek-
ar en aðrir atvinnuveitendur afskipti af því, sem starfsmenn taka sér
fyrir hendur utan starfsins. Hér er því ekki einu sinni um að ræða
,,lán“ á starfsmönnum. Af framansögðu er augljóst, að engin skilyrði
eru til að leggja vinnuveitandaábyrgð á hið opinbera vegna skaðaverka
lögreglumanns, sem vinnur hjá veitingahúsi með þessum kjörum.
Nú verður leitast við að drága saman meginniðurstöður ofangreindra
dóma og mun fyrst minnst á sýknudóma.
í fyrstnefndu dómunum þremur (um Mjólkurfélagshúsið, Hörgshlíð
26 og Þvottahúsið Eimi) kom ekkert fram um, að húseigendur ættu
sök á slysi. Húseigendur höfðu ekki vald til að stjórna smiðum eða
öðrum starfsmönnum, sem þarna voru að verki. Starfsmennirnir voru
óvéfengjanlega undir stjórn kunnáttumanna, sem tekið höfðu að sér
ákveðin verk. Hér var um dæmigerða sjálfstæða verktaka að ræða.
Þegar frá er talið fyrra Geislahitunarmálið („Geislahitun I.“), eru
aðrir sýknudómar aðeins tveir, þ.e. vörubílstöðvai’dómurinn og dómur-
inn um hrossareksturinn. í hinum fyrri var heimild vörubílstöðvar-
innar til stjórnunar og annarra afskipta svo takmörkuð, að vinnuveit-
andaábyrgð varð eigi lögð á stöðina. Tjónvaldur (eigandi bifreiðarinn-
ar) var með öðrum orðum sjálfstæður framkvæmdaaðili. 1 hrossamál-
inu voru tengsl þéss sem krafinn var um bætur (bóndans) og „hjálp-
armanna" enn lausari. Þar gat bóndinn í raun ekki haft nein áhrif á
gerðir þeirra, sem tjóni ollu.
Um síðasta sýknudóminn („Geislahitun I.“) hefur verið fjallað all-
ítarlega hér að framan og vísast til þess. Var niðurstaða hugleiðinga
um hann sú, að samkvæmt re'glum um vinnuveitandaábyrgð hefði eigi
verið rétt að sýkna Geislahitun. Er þetta eini sýknudómurinn, sem telja
má, að fari í bága við hefðbundnar skoðanir á skilyrðum vinnuveitanda-
ábyrgðar.
Dómurinn um prentsmiðjuþakið á Akureyri hefur nokkra sérstöðu
meðal mála þar sem ekki var sýknað. Ábyrgð húseiganda virðist hér
70