Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 35
það, sem hann er grunaður um, og jafnframt á það, að þögn hans kunni að vera skýrð honum í óhag“. Því er ekki að neita, að ákvæði þetta kann að vera tvíeggjað fyrir sakborning. Honum er að vísu óskylt að svara, en jafnframt raunverulega bent á, að þögnin skapi líkur gegn honum eða geri hann tortryggilegan, enda mun reynslan vera sú, að það er sárasjaldan, sem menn neita að svara spurningum. Neitun á að svara spurningum dómara mundi sennilega vega hér þyngra en að neita að svara spurningu lögreglumanns, og við dóma- samningu kæmist dómari ekki hjá að taka meira tillit til annarra gagna, en hann hefði ella gert, ef svör kærða eða ákærða lægju fyrir. Spurning er hvaða réttaráhrif það hefur, ef þess er ekki gætt í upp- hafi yfirheyrslu að benda sökuðum mönnum á réttinn til að neita að svara. Rétt sýnist að meta þá yfirheyrslu sem ógerða,1' þótt hins vegar megi bæta úr með endurtekningu, ef sakborningur kýs þá að svara. I þessu sambandi er rétt að staldra við og hugleiða, hvort löggæslu- mönnum sé þessi regla almennt kunn og henni beitt. Samkvæmt skýrsl- um rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík hér áður fyrr, ríkisrannsókn- arlögréglunnar og sérstakra rannsóknardeilda hjá öðrum lögreglu- stjóraembættum virðist þetta vera í góðu lagi. Ef hins vegar athugaðar eru almennar lögregluskýrslur um atvik, sem eiga sér stað, t.d. í um- ferðinni, svo sem um ofhraða, ölvunarakstur o.fl., verður ekki af þeim sjálfum séð, að þessu ákvæði sé beitt, þótt kærðum mönnum sé í þeim eignuð ákveðin ummæli um brot þau, sem þeir eru sakaðir um. Einnig mætti benda á, að í svokölluðum varðstjóraskýrslum, sem ætíð eru teknar af mönnum vegna gruns um ölvunarakstur, er þess ekki getið, að ákvæðis sé gætt. Þó eru þær að hluta til formlegar yfirheyrslu- skýrslur, sem fyrrgreindu skýrslurnar eru ekki. Enn má geta þess, að mönnum, sem færa á á lögreglustöðina, virðist ekki tilkynnt form- lega, að þeir séu handteknir, eins og sjá má t.d. á dönskum lögreglu- skýrslum, sem lagðar hafa verið fram í málum hér. Enn má spyrja, hvort sérstökum löggæslumönnum. t.d. starfsmönnum Landhelgis- gæslunnar, sé fyrirlagt að gæta þessa ákvæðis. Ég minnist a.m.k. eins máls, þar sem verjandi skipstjóra í fiskveiðibrotsmáli kvartaði undan því, að ákvæðis þessa væri ekki gætt. Mér er ljóst, að það kann að vera of mikill ,,formalismi“ að krefjast þess, að lögreglumaður, sem hefur afskipti af manni í umferðinni, gæti ákvæðisins, þótt hann 1) Sbr. nú hæstaréttardóm frá 19. júní 1979 um áhrif þess, ef ekki er gætt ákvæða 89. gr. laganna um undanþæg vitni. 81

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.