Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 48
Frá Lögiiiaiiiiafélagi íslands AÐALFUNDUR 1979 Aðalfundur Lögmannafélags islands var haldinn 30. mars s.l. að Hótel Loft- leiðum í Reykjavík Formaður félagsins Guðjón Steingrímsson hrl. setti fund- inn en fundarstjóri var kjörinn Benedikt Blöndal hrl. og fundarritari Svala Thorlacius hdl. Stjórn Lögmannafélags íslands 1978—9, f. v.: Jón E. Ragnarsson hrl., Hákon Árnason hrl., Guðjón Steingrímsson hrl., Stefán Pálsson hdl. og Skarphéðinn Þórisson hdl. (Ljósm.: Ljósmyndastofa Vigfúsar Sigurgeirssonar). Formaður félagsins flutti skýrslu stjórnar vegna liðins starfsárs. i upphafi minntist hann látinna félagsmanna, þeirra Magnúsar Thorlacius, Kjartans A. Þórðarsonar, Árna Björnssonar, Jóns P. Emils og Gunnars Þorsteinssonar. Auk þeirra var minnst tveggja erlendra félaga, þeirra Lars Samzelius og Rolf Christophersen. Vottuðu félagsmenn hinum látnu virðingu með því að rísa úr sætum. Formaður rakti störf stjórnar og nefnda félagsins, og kom fram, að 36 stjórnarfundir höfðu verið haldnir á starfsárinu og 368 málsatriði bókuð.

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.