Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 9
„launþega" í þröngri merkingu, verður að finna annan mælikvarða til að styðjast við. Það hefur verið talið skilyrði fyrir bótaábyrgð vinnuveitanda, að hann hafi rétt til að gefa starfsmanninum fyrirskip- anir og hafa eftirlit með honum10 eða samband þeirra sé þannig, að vinnuveitandinn hafi færi á að ségja starfsmanninum fyrir verk- um.* 11 Þetta skilyrði hefur verið orðað nánar þannig, að vinnuveit- andinn verði að vera húsbóndi starfsmanns í þeim skilningi, að hann hafi rétt til að stjórna vinnunni, þar á meðal að ráða starfsmenn og segja þeim upp starfi, gefa þeim fyrirskipanir og leiðbeiningar og líta eftir framkvæmd vinnunnar.12 Hér er með öðrum orðum um að ræða það, sem kallast í daglegu máli húsbóndavald. 1 því felst, að eigi er nægilegt, að sá, sem unnið er fyrir, ráði því hvað starfsmaður gerir, hann verður einnig að ráða því hvernig og hvenær hann vinnur.13 Áður fyrr var miðað við, að vinnuveitandinn væri bæði stjórnandi og sérfræðingur, þ.e.a.s. að auk þess að ráða hefði hann almennt meira vit á verkinu en starfsmaðurinn. Þetta á ekki lengur við. Nú á tímum hafa vinnuveitendur í þjónustu sinni margs konar sérfræðinga, sem eðli málsins samkvæmt taka ekki við fyrirskipunum um sérfræði- leg eða tæknileg atriði. Það er því ekki einhlítt að fara eftir framan- greindum skilyrðum, þegar skera á úr um, hver teljist starfsmaður í merkingu skaðabótaréttar. Yfirlæknir á spítala er t.d. starfsmaður spítalans, þótt sjúkrahússtjórn eða framkvæmdastjóri geti ekki gefið honum fyrirmæli um, hvaða meðferð sjúklingur skuli fá. Hins vegar lýtur yfirlæknirinn að sjálfsögðu stjórn þessara aðila í öðrum efnum.14 Skilyrðið um húsbóndavald ræður ekki alltaf úrslitum, þegar setja á vinnuveitandaábyrgðinni mörk. Hins vegar hefur vafist fyrir mörmum að búa til leiðbeiningarreglu, sem hentað gæti í flestum eða öllum sam- böndum. 1 breskum rétti var um tíma stuðst við það, hvort ætlaður starfsmaður yrði talinn heyra til atvinnurekstri ætlaðs húsbónda. Þetta má skýra nánar með eftirfarandi orðum Lord Denning í enskum dómi frá 1952, þar sem fjallað er um mun á vinnusamningi og verksamningi: 10 Vinding Kruse, bls. 232. 11 Ólafur Jóhannesson, Lög og réttur, 3. útg., Rvík 1975, bls. 299. 12 Vinding Kruse, bls. 232. Algengt er, að lögð sé áhersla á, að um „þjónustusamband" verði að vera að ræða, sjá m.a. Nils Nygaard, Skade og ansvar, Bergen 1976, bls. 116. 13 Þó að verkkaupi eða starfsmaður hans hafi eftirlit með að verktaki framfylgi ákvæðum verksamnings og geti gert athugasemdir þar að lútandi, leiðir það alls ekki til þess, að verkkaupi verði talinn stjómandi eða húsbóndi í ofangreindri merkingu. 14 Hellner, bls. 98 og John G. Fleming, An Introduction to the Law of Torts, Oxford 1967, bls. 174. 55

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.