Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 10
„ . .. under a contract of service, a man is employed as part
of the business, and his work is done as an integral part of
the business; whereas under a contract for services, his work,
although done for the business, is not intégrated into it but is
only accessory to it.“15
Lík viðhorf koma fram hjá Jan Hellner, er hann segir, að út frá
réttarpólitískum sjónarmiðum skuli sá bera vinnuveitandaábyrgð, sem
notar annan til að vinna á sinn kostnað þannig að þeir báðir koma
fram sem einn aðili út á við og sá fyrrnefndi einn eigi kost á að kaupa
ábyrgðartryggingu vegna þessarar starfsemi.1'1 Þessi sjónarmið veita
góða leiðbeiningu í mörgum tilfellum. Dæmi: Trésmíðameistarinn A
biður þrjá af verkamönnum sínum að vinna sem handlangarar í eina
viku hjá trésmíðameistaranum B. Verkamennirnir taka áfram kaup
hjá A, en hann fær það síðar endurgreitt hjá B. Hér myndi vinnuveit-
andaábyrgðin vegna skaðaverka verkamannanna skv. áður greindu
verða lögð á B. 1 öðrum tilfellum veita fyrrnefndar leiðbeiningarreglur
ekki fullnægjandi svör. Dæmi: Bæjarfélag fær leigða malbikunarvél hjá
X, vegna þess að vél bæjarins bilar. Malbikunarvélin er síðan notuð við
viðhald gatna bæjarins. Stjórnandi vélarinnar (fastur starfsmaður X)
veldur af gáleysi þriðja aðila tjóni. Hér má líta svo á, að vélin og stjórn-
andi hennar (sem þó þiggur laun hjá X) séu eðlilegir þættir í þessum
framkvæmdum kaupstaðarins. Frá bæjardyrum þriðja aðila (tjónþola)
sýnist stjórnandi vélarinnar vera einn af starfsmönnum bæjarins.
Samkvæmt því ætti bæjarfélagið að bera vinnuveitandaábyrgð á gá-
leysi þessa manns jafnt og eigin starfsmanna. Sú niðurstaða er þó
naumast í samræmi við meginreglur norræns skaðabótaréttar um
vinnuveitandaábyrgð.17 A.m.k. verður að telja líklegt, að íslenskir
dómarar myndu hafa tilhneigingu til að sýkna bæjarfélagið, en dæma
X, þótt hann verði ekki beinlínis talinn (undir)verktaki hér. Um leigu
vinnuvéla með stjórnanda er stuttlega rætt undir lok 3. kafla hér á eftir.
Þó að rétturinn til að segja starfsmanni fyrir verkum og til að hafa
eftirlit með honum sé, svo sem áður greinir, ekki einhlítur mælikvarði
á það, hverjir geti bakað vinnuveitanda ábyrgð með saknæmri fram-
15 Málið Stevenson, Jordan & Harrison Ltd. v. Macdonald & Evans [1952] 1 T.L.R.
101. Útdráttur úr dóminum er birtur í Tony Weir, A. Casebook on Tort, 3. útg., London
1974, bls. 212.
16 Hellner, bls. 99.
17 Sjá þó U 1970, 483 H = Nord. Domss. 1971, 142 og U 1971, 262 H = Nord. Domss.
1972, 101.
56