Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 36
liafi eitthvað eftir manni um meint brot. Ef urn formlega yfirheyrslu
er að ræða, sýnist hins vegar ekki unnt að slaka hér á.
Að þessum grundvallarréttindum slepptum má benda á, að sakaður
maður á rétt á því, að við yfirheyrslu hafi lögreglumaður einn grein-
argóðan og trúverðugan vott hið fæsta, sé þess kostur. Sakborningur
á rétt á því, að spurningar lögreglumanns séu skýrar, stuttar og ótví-
ræðar. Ekki má reyna með nokkrum hætti að rugla menn með ósann-
indum eða á annan hátt, þannig að verða kynni til þess, að hann vissi
miður en ella, hverju hann svaraði, eða til þess að hann svaraði röngu.
Ekki má prófa mann lengur en 6 klukkustundir í einu, enda fái hann
að öðru leyti nægilegan svefn og hvíld.
Það rannsóknarúrræði, sem sakborningum og vandamönnum þeirra
er tilfinnanlegast, er ótvírætt gæsluvarðhaldið. Því er eðlilegt, að því
séu settar þröngar skorður.
1 66. gr. oml. segir, að þegar handtekinn maður hefur verið leiddur
fyrir dómara, skuli hann, nema sökunautur hafi þegar verið látinn
laus, innan sólarhrings léggja rökstuddan úrskurð á það, hvort söku-
nautur skuli settur í varðhald eða ekki. Hér er, gagnstætt fresti lög-
reglunnar „án undandráttar“, fortakslaus frestur, sem ekki verður
lengdur, hveimig sem á stendur. Heimild dómara til að úrskurða í
gæsluvarðhald er ekki háð geðþótta hans, heldur ströngum reglum, og
getur jafnvel verið skylda til að beita því, þótt dómari vilji komast
hjá því, enda segir í 67. gr. oml. laganna, að því skuli „að jafnaði beita“,
ef þargreind skilyrði eru fyrir hendi. Megin sjónarmiðið hlýtur því
að vera það, að gæsluvarðhaldi skuli beitt, ef rannsókn málsins mundi
verulega torveldast að öðrum kosti eða slíkt má telja líklegt. Skiptir
þá ekki máli, hvort hættan felst í því, að sökunautur kunni að skjóta
undan sönnunargögnum, hafa áhrif á samseka, eða þeir á hann, eða
vitni eða skjóta sjálfum sér undan. Rétt er að undirstrika mjög sterk-
lega, að neitun manns um franmingu brots er vitanlega ein út af fyrir
sig ekki nægileg til ákvörðunar um gæsluvarðhald, og gæsluvarðhald
til þess að knýja hann til að svara spurningum dómara um atriði, sem
ekki varða brot beinlínis, er óheimilt. Slík neitun gæti þó vakið grun
um sekt og óbeint stuðlað að gæsluvarðhaldi.
Sá töluliður 67. gr„ sem oftast er notaður við beitingu gæsluvarð-
halds, er 1. töluliður, þ.e.: „Ef ætla má, að sökunautur muni torvelda
rannsókn, ef hann hefur óskert frelsi sitt.“ Einnig er 4. töluliður not-
aður nokkuð, ýmist ásamt 1. tölulið eða sjálfstætt. Áður var 5. tölulið
beitt nokkuð um síbrotamenn, en það fer minnkandi. Aðrir töluliðir
eru vart raunhæfir að neinu marki. Segja má því, að hin raunverulega
82