Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 11
komu sinni 18 má ætla, að það atriði skipti oftast meginmáli, er svara á þessari spurningu. Sé samband vinnuveitanda og aðstoðarmanns þannig, að hinn síðar- nefndi lúti ekki skipunarvaldi eða eftirliti vinnuveitandans, er almennt talað um, að aðstoðarmaðurinn sé við framkvæmd starfans „sjálfstæð- ur“ gagnvart þeim, sem unnið er fyrir.10 Slíkur aðstoðarmaður telst ekki starfsmaður í merkingu reglunnar um vinnuveitandaábyrgð, held- ur „sjálfstæður verktaki“ eða „sjálfstæður framkvæmdaaðili.“ 1 skaða- bótarétti utan samninga er aðalreglan sú, að vinnuveitandi verður ekki gerður bótaábyrgur vegna tjóns af völdum sjálfstæðs verktaka eða starfsmanna sjálfstæðra verktaka. Innan samninga er bótaábyrgð á skaðaverkum sjálfstæðra verktaka hins vegar viðurkennd í allríkum mæli. Um það efni vísast til almenna hluta kröfuréttarins. Sjálfstæður framkvæmdaaðili, sem hefur menn í þjónustu sinni, er að sjálfsögðu bótaskyldur vegna skaðaverka þeirra eftir almennu regl- unni um vinnuveitandaábyrgð. 2.2. Nánar um sjálfstæða verktaka Af framansögðu er ljóst, að erfitt getur verið að segja til um, hvort aðstoðarmaður sé nógu sjálfstæður til þess að teljast verktaki í merk- ingu reglunnar um vinnuveitandaábyrgð. Fræðimenn og dómstólar hafa þá stundum litið til sjónarmiða, sem tíðkast í vinnurétti og verk- samningarétti, er draga skal markalínu milli verksamninga og vinnu- samninga.20 Nokkur slík viðmiðunaratriði skulu nú talin. (1) Endurgjald. 1 dæmigerðum vinnusamningum miðast laun starfs- manns við tíma, þ.e. unnar klukkustundir, vikur o.s.frv. í dæmigerðum verksamningum er endurgjald hins vegar miðað við árangur af verki. Frá þessu eru svo margar undantekningar, bæði um vinnu- og verk- samninga, að hæpið er að þetta atriði hafi nokkurn tíma úrslitaáhrif, þegar taka skal afstöðu til bótaskyldu eftir vinnuveitandaábyrgðar- reglunni, sbr. t.d. Hrd. 1963, 71, sem rakinn er í 2.3. hér á eftir. (2) Verkfæri og vinnutæki. Almennt leggja launþegar ekki til verk- 18 Sbr. og Stig J0rgensen, Erstatningsret, 2. útg., Khöfn 1972, bls. 127, Stig J0rgensen og J0rgen N0rgaard, Erstatningsret, Khöfn 1976, bls. 101 og Selvig, bls. 37 o.áfr. 19 Ólafur Jóhannesson, bls. 299 og Vinding Kruse, bls. 232. 20 Rækileg greinargerð um þetta frá sjónarhóli skaðabótaréttar er í ritinu P.S. Atiyah, Vicarious Liability in the Law of Torts, London 1967, bls. 50—69. Um efnið annars sjá m.a. Gunnar Sæmundsson, bls. 101—4 og Tore Sandvik, Enterpren0rrisikoen, Oslo 1966, bls. 48—56. 57

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.